Stuðningskerfi rannsókna og nýsköpunar orðið samkeppnishæft við önnur sambærileg lönd

14.6.2023

Vorfundur Tækniþróunarsjóðs fór fram á dögunum þar sem vorúthlutun og styrkþegum var fagnað. Á fundinum var sjónum beint að sóknarfærum Íslands á sviði rannsókna og nýsköpunar en einnig fengu gestir innsýn inn í hugverkaréttindi frá þremur fyrirlesurum.

  • RAN00526


Fundurinn var haldinn í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll (gamla Nasa) en einnig var hægt að fylgjast með dagskránni í beinu streymi. 

Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís, opnaði fundinn og fjallaði um sóknarfæri Íslands á sviði rannsókna á nýsköpunar í ljósi þess að stuðningurinn hefur aukist verulega á síðust árum. Meiri skilningur væri á hlutverki og mikilvægi nýsköpunar í íslensku samfélagi og góður árangur íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegri samkeppni sýndi að Ísland og stuðningskerfi rannsókna og nýsköpunar á Íslandi væri orðið samkeppnishæft við önnur sambærileg lönd.

RAN00582

Einar Mäntylä, framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs, fjallaði um rannsóknir, sprota og einkaleyfi og kom meðal annars inn á „tólf spor að árangri“ sem fólk bæði í rannsóknum og sprotafyrirtækjum ætti að tileikna sér.

RAN00602

Erla S. Árnadóttir, hæstarréttarlögmaður og meðeigandi LEX lögmannsstofu, fjallaði um hugverk fyrir sprota, hvernig hugverkaréttindi eru skilgreind og hvað ber að hafa í huga til að tryggja hugverkarétt sinn í nýsköpun, sérstaklega á erlendum mörkuðum.

RAN00644

Þá fengu gestir að heyra reynslusögu frá Agnari Steinarssyni, framkvæmdastjóra Driftline , um þróun fyrirtækisins og ferlið við að sækja um og öðlast einkaleyfi á hugmynd og vöru fyrirtækisins.

RAN00690

Að lokum kynnti Sigurður Óli Sigurðsson, sviðsstjóri rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís, vorúthlutun Tækniþróunarsjóðs, og bauð styrkþegum að koma upp á svið í myndatöku. 

RAN00698-edit

Hægt er að kynna sér vorúthlutun Tækniþróunarsjóðs með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan auk þess sem upptaka frá fundinum er aðgengileg hér neðst.

Vorúthlutun Tækniþróunarsjóðs 2023

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica