Taktikal Fill & Sign - Sjálfvirk rafræn eyðublöð - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Taktikal hefur lokið þróunarverkefninu Fill & Sign – Rafræn eyðublöð, en Taktikal hlaut styrkinn Fyrirtækja-Vöxt frá Tækniþróunarsjóði til að þróa lausnina.
Með lausninni má innleiða tugi eyðublaða samdægurs á einfaldan hátt þar sem áður þurfti að þróa og sérhanna veflausnir með tilheyrandi kostnaði. Um er að ræða hugbúnaðarlausn í skýinu sem umbreytir eyðublöðum og umsóknum sjálfkrafa í rafræn eyðublöð og byggir gagnasett á sjálfvirkan hátt.
Lausnin hefur hlotið góðar viðtökur en fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafa þegar innleitt lausnina og þannig aukið skilvirkni og minnkað rekstrarkostnað. Framundan er áframhaldandi þróun og markaðssetning á Fill & Sign erlendis samhliða uppbyggingu markaðsinnviða erlendis. Lausnin hlaut einnig verðlaun Samtaka Vefiðnaðarins sem besta rafræna lausnin árið 2020.
Taktikal er hugbúnaðarfyrirtæki er sérhæfir sig hugbúnaði í rafrænum ferlum
HEITI VERKEFNIS: Taktikal Fill & Sign - Sjálfvirk rafræn eyðublöð
Verkefnisstjóri: Valur Þór Gunnarsson
Styrkþegi: Taktikal ehf.
Tegund styrks: Vöxtur
Fjöldi styrkára: 2
Fjárhæð styrks: 50.000.000 ISL kr. alls
VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI