Tækniþróunarsjóður auglýsir eftir umsóknum
Tækniþróunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir í styrktarflokkunum Sproti, Vöxtur og Markaður.
Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 15. september 2025 kl. 15:00.
-
Sproti er fyrir fyrirtæki sem eru fimm ára og yngri og hefur það að markmiði að styðja við verkefni á frumstigi. Hægt er að sækja um þótt fyrirtæki sé óstofnað.
-
Vöxtur er fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og er ætlaður til að styrkja verkefni sem eru komin af frumstigi hugmyndar.
-
Markaður er veitir styrki til markaðssetningar tengd þróun til lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Umsóknarfrestur er 15. september 2025, kl. 15:00 og er sótt um rafrænt í umsóknarkerfi Rannís
Viðvera starfsfólks Tækniþróunarsjóðs:
-
Starfsfólk Tækniþróunarsjóðs verður með opna viðtalstíma milli 10:00 og 14:30 í Engjarós Grósku á þriðjudögum og fimmtudögum frá 12.08.2025 - 11.09.2025.
-
Símatímar starfsfólks eru mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10:00-12:00 í síma 515 5800
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel reglur sjóðsins: