Tækniþróunarsjóður á Akureyri
Tækniþróunarsjóður býður upp á viðtalstíma dagana 1. og 2. september 2025 frá kl. 13:00 til 17:00.
Starfsfólk Tækniþróunarsjóðs hjá Rannís verður staðsett á Akureyri dagana 1. og 2. september næstkomandi og veitir ráðgjöf vegna yfirstandandi umsóknarferlis hjá sjóðnum.
Viðtalstímarnir fara fram í húsnæði Drift EA miðstöð frumkvöðla og nýsköpunar, Strandgötu 1.
Hægt er að bóka viðtal með því að senda tölvupóst á netfangið arnthor@rannis.is