Tarasól – þróun á náttúrulegri sólarvörn - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

5.7.2023

Lokið er fyrsta áfanga í hagnýtu rannsóknaverkefni um þróun á náttúrulegri sólarvörn styrkt af Tækniþróunarsjóð á árunum 2019-2022. 

Rannsóknir undanfarinna ára sýna að sólarvarnir geta haft skaðleg áhrif á húð og líkama. Þannig hafa athuganir hjá opinberum eftirlitsaðilum sýnt að 16 af 19 sólarverjandi efnum sem notuð eru í húðvörur geta haft ruglandi áhrif á hormónakerfi barna og fullorðinna. Megin markmið þessa verkefnis var að þróa nýjar sólarverjandi húðvörur sem eru öruggar og án allra skaðlegra efna. Verkefnið hefur gefið af sér mikla þekkingu og þar á meðal frumgerð af sólarvörn sem inniheldur engin slæm efni, svo sem manngerð (synthetísk) efni sem gleypa sólarljós og liggja undir grun um að geta valdið skaða í innkirtlakerfum og jafnvel stuðlað að krabbameini. Frumgerðin sem gengur undir nafninu TARASÓL byggir á nokkrum náttúrulegum efnum sem unnin voru úr þangi og lækningajurtum og hafa getu til að gleypa í sig skaðlega geisla sólar sem eru á bilinu 290-400 nm. Formúlurnar voru metnar af óháðri rannsóknastofu sem vottar sólarvarnir og sólarverjandi eiginleikar þeirra voru ásættanlegir eða á bilinu 4-43 SPF, mismunandi eftir formúlum. Afurðin sem gengur undir nafninu TARASÓL er einstök nýsköpun og fyrsta varan á markaði sem ver gegn skaðlegum áhrifum sólar og er að öllu leiti skaðlaus og innheldur engin efni sem geta haft slæm áhrif á húð og líkama.

Logo tækniþróunarsjóðs

HEITI VERKEFNIS: Tarasól – þróun á náttúrulegri sólarvörn

Verkefnisstjóri: Guðrún Marteinsdóttir

Styrkþegi: Háskóli Íslands

Tegund styrks: Hagnýt rannsóknarverkefni

Fjöldi styrkára: 3

Fjárhæð styrks: 44.828.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI

Þetta vefsvæði byggir á Eplica