Hönnun á tvinn-rafmagns bát og smíði á frumgerð - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

7.7.2023

Navis hefur lokið grunnhönnun á nýjum rafmagns línuveið bát. Báturinn er hannaður þannig að hann passi í undir 30 brúttótonna reglugerð og er hannaður til þess að spara eins mikið af jarðefna eldsneyti eins og möguleiki er á.

Þessir bátar eru miklir vinnuþjarkar og krefjast töluverðar orku og túrarnir sem þeir sigla eru mjög misjafnir, sumir mjög stuttir og aðrir mjög langir. Engu að síður sýna útreikningar okkar að báturinn muni spara 50-100% af jarðefnaeldsneyti miðað við hefðbundna báta. Nú er verkefnið komið á þann stað að hægt er að bjóða útgerðum hönnunina okkar sem vöru og hægt að hefja smíði. Nú þegar hafa útgerðir sýnt verkefninu áhuga, en hafa líst því yfir að fjárhagslegur hvati frá ríkinu myndi gera þeim töluvert auðveldara með að taka skrefið og fjárfesta í nýrri grænni tækni.

Logo tækniþróunarsjóðs

HEITI VERKEFNIS: Hönnun á tvinn-rafmagns bát og smíði á frumgerð

Verkefnisstjóri: Bjarni Hjartarson

Styrkþegi: Navis ehf.

Tegund styrks: Vöxtur

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 45.200.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI

Þetta vefsvæði byggir á Eplica