Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs

  • Hvatningarverdlaun-mynd-a-sidu

Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs (áður Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs) eru veitt ungu vísindafólki sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað framúr og skapi væntingar um framlag í vísindastarfi er treysti stoðir mannlífs á Íslandi.

Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1987, en þau voru veitt í fyrsta sinn á 50 ára afmæli atvinnudeildar Háskóla Íslands. Markmiðið með veitingu Hvatningarverðlaunanna er að hvetja vísindafólk til dáða og vekja athygli almennings á gildi rannsókna og starfi vísindafólks. Árlega er auglýst eftir tilnefningum til verðlaunanna, sem eru afhent við hátíðlega athöfn á Rannsóknaþingi Rannís.

Fyrri handhafar Hvatningarverðlauna

Dómnefnd

Dómnefnd Hvatningarverðlaunanna er skipuð fyrri handhöfum verðlaunanna.

Tilnefningar til Hvatningarverðlauna Rannsóknasjóðs

Tilnefningar geta komið frá öllum sviðum vísinda, tækni og fræða. Tilnefna má vísindafólk sem starfar á Íslandi við háskóla, rannsóknastofnanir, fyrirtæki eða er sjálfstætt starfandi. Öllum, sem eru í aðstöðu til að meta störf einstakra vísindamanna, er heimilt að senda tilnefningar. Ferilskrá vísindafólksins skal fylgja tilnefningu.  

Við mat á tilnefningum er tekið tillit til námsferils viðkomandi, sjálfstæðis, frumleika og árangurs í vísindastörfum að loknu námi; ritsmíða, einkaleyfa og alþjóðasamstarfs, svo og annarra vísbendinga um líklegan árangur af störfum viðkomandi. Sérstaklega er litið til brautryðjendastarfs í vísindum. Þá er litið til faglegs framlags á vinnustað og miðlun þekkingar til íslensks samfélags. Fimm handhafar verðlaunanna skipa dómnefnd.

Almennt er miðað við að þeir sem koma til álita séu ekki eldri en 40 ára en þó er tekið fullt tillit til tafa sem kunna að verða á ferli viðkomandi vegna umönnunnar barna.Þetta vefsvæði byggir á Eplica