Vélnám við flokkun sögulegra ljósmynda - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

22.3.2022

Sumarið 2020 gekk IMS til samstarfs við Tækniþróunarsjóð að fengnu vilyrði um 2ja ára Vaxtarstyrk. Tilgangurinn var að þróa nákvæm algrím til flokkunar á gömlum ljósmyndum, að nýta nýjustu tækni á sviði gervigreindar og vélarnáms til að minnka tímann og auka nákvæmni þess að flokka, votta og verðmeta ljósmyndirnar.

Um er að ræða mjög sérhæfðan hugbúnað á sviði ljósmyndaflokkunar sem með áður óþekktri nákvæmni skilgreinir hver er á myndinni, hvar hún er tekin, hver tók hana og hver á höfundarréttinn. 

Logo tækniþróunarsjóðs

Afrakstur verkefnisins er nú hagnýttur af um 50 starfsmönnum IMS sem hjálpartæki til að skanna, flokka og votta 4-6 þús gamlar ljósmyndir daglega. Fyrir verkefnið nokuðum við vitvélar í takmörkuðum verkefnum eins og við undirbúningsvinnu ljóslesturs, sjálvirkan snúning og villumeldingar og höfum þannig náð meðal vinnslutíma á ljósmynd úr 15 mínútum sem er algengt viðmið, í 3 mínútur. Nú þegar verkefninu er lokið hefur tekist að ná vinnuslutímanum niður fyrir 2 mínútur. Auk þess sem námkvæmni flokkunarinnar hefur batnað umtalsvert en mælingar liggja ekki fyrir enn sem komið er.

Hið háleita markmið okkar er að bjarga menningarverðmætum frá vatnstjóni, bruna og mannlegum mistökum og gera oft einstakar perlur, eða allt að 100 ára gamlar ljósmyndir aðgengilegar öllum sem vilja og auka þannig vitund um mannkynssöguna. Auk þess viljum við skapa okkur nafn á því sviði að upprunavotta gamlar ljósmyndir. Slík stafsemi er alþekkt á sviði frímerkja og hafnarbotamynda en þar sem keppinautar okkar eru margir, litlir og dreifðir hefur enn enginn að því virðist tekið þennan markaðskima til eignar. Við teljum að þar séu mikil tækifæri til verðmætaaukningar, öryggis á markaði og hærra verðs á ljósmynd.

Alls hafa um 14 manns komið að vinnslu verkefnisins af hálfu IMS.

Við þökum Tækniþróunarsjóði árangursríkt samstarf á verktímabilinu.

HEITI VERKEFNIS: Vélnám við flokkun sögulegra ljósmynda

Verkefnisstjóri: Arnaldur Gauti Johnsons

Styrkþegi: IMS ehf

Tegund styrks: Vöxtur

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 50.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica