Alþjóðleg markaðssetning NeckCare - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

16.3.2022

Nýverið fékk NeckCare Holding ehf. styrk frá RANNÍS til alþjóðlegrar markaðsetningar á vörum sínum. Félagið hefur í hyggju að nota styrkupphæðina sem nam 10 MKR til að efla sókn sína inn á erlenda markaði. 

Undanfarið hefur NeckCare tekið stór skref til að komast nær sölu og dreifingu á búnaði sínum, bæði erlendis og innanlands. Umfangsmikil þróun á tæknilausnum félagsins mun auðvelda félaginu alla skölun á lausnum þess og auðvelda notendum innleiðingu þeirra.

Logo tækniþróunarsjóðsFélagið hefur þegar ráðið til sín tvo starfsmenn í BNA og hafa báðir þeirra mikla reynslu í markaðs og sölumálum til þarlendra heilbrigðiskerfa s.s. Veterans Affairs sem og aðila í einkarekinni heilbrigðisþjónustu.

Á innlendum vettvangi hyggst félagið opna þverfaglega Háls og Höfuðáverka móttöku í Urðarhverfi 14 og yrði það í fyrsta skipti sem slíkt er gert á Íslandi. Þegar er orðið ljóst að mikill fjöldi einstaklinga þjáist vegna skaða á hálsi og er áætlað að um 15.000 Íslendingar glími við slíkan vanda. „Lausnir NeckCare koma til með að breyta því hvernig við horfum á eymsli í hálsi. Lykilatriði er að geta greint hvað veldur hálsverkjum og getað þannig leiðbeint fólki hvert og hvernig það skuli leita sér hjálpar. Fyrsta skrefið er að greina vandamálið en það getur líka reynst fólki mikill léttir að finna loks hvað sé að angra þau en til að að svo verði þá þarf umheimurinn að vita af okkur“ segir Þorsteinn Geirsson, framkvæmdastjóri NeckCare.

Mikill þörf er á bæði innlendum sem erlendum mörkuðum fyrir lausnir NeckCare og er Íslenski dansflokkurinn og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna ágæt dæmi um slíkt en þau hafa nú þegar nýtt sér ráðgjöf og greiningu NeckCare. „Um það bil 70% af dönsurum Íslenska dansflokksins voru að glíma við einhversskonar hálsmeiðsl en það sem kemur kannski mest á óvart er að ekki nema 30% af þeim höfðu gert sér grein fyrir því að hreyfigeta þeirra var ekki upp á 10. Það er einkar mikilvægt að geta greint skerta hreyfigetu eða hugsanleg meiðsl snemma til að koma í veg fyrir langvarandi skaða,“ segir Kim De Roy, framkvæmdastjóri Kim Endurhæfingar en félag hans nýtir sér heilbrigðislausnir NeckCare.

Neckcare tæki

NeckCare þróar hátæknibúnað til hlutlægs mats á stoðkerfisvanda s.s. í hálsi sem nýtist jafnt til greiningar og endurhæfingar. Einkaleyfisvernduð tækni félagsins gerir mögulegt að veita fagaðilum á heilbrigðissviði aðstoð við hlutlægt mat á hálsskaða sem og viðeigandi endurhæfingu þeirra sjúklinga sem um ræðir s.s. þeirra sem hlotið hafa endurtekna og langvarandi hálsáverka.

Frekari upplýsingar veitir Þorsteinn Geirsson, TG@NeckCare.com

Sjá: https://www.neckcare.com/

HEITI VERKEFNIS: Alþjóðleg markaðssetning NeckCare

Verkefnisstjóri: Þorsteinn Geirsson

Styrkþegi: NeckCare Holding ehf

Tegund styrks: Markaðsstyrkur

Fjöldi styrkára: 1

Fjárhæð styrks: 10.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica