Vendill - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

18.3.2022

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið LearnCove hefur á undanförnum árum þróað alþjóðlegan fræðsluhugbúnað með stuðningi frá Tækniþróunarsjóði. Sérstaða hugbúnaðarins felst í því að skólar, fræðsluaðilar og fyrirtæki geta miðlað miðlægu efni sínu þannig að það mæti þörfum hins endanlega notanda hvort sem það er nemandi í grunnskólakerfinu, fullorðnir nemendur framhaldsfræðslu eða starfsmenn í atvinnulífinu. 

Logo tækniþróunarsjóðs

Aðalheiður Hreinsdóttir framkvæmdastjóri Costner:

“Við erum Tækniþróunarsjóði einstaklega þakklát fyrir að hafa gert okkur kleift að taka þau tæknilegu skref sem við þurftum að taka til þess að geta gert LearnCove að sterku alþjóðlegu fræðslukerfi fyrir skóla, fræðsluaðila og fyrirtæki. Í dag eru 26 íslenskir grunnskólar á vegum Ásgarðs í Skýjunum að nýta LearnCove sem miðlæga efniskistu til þess að mæta persónumiðuðum þörfum nemenda, símenntunarstöðvar nýta fyrir fjölbreytta fullorðisfræðslu auk þess sem fjöldi fyrirtækja nýtir fyrir þjálfun sinna starfsmanna og viðskiptavina.”

Helsta sérstaða LearnCove sem fræðslukerfis felst í að þeir fræðsluaðilar sem nýta sér kerfið geta útbúið sitt eigið fræðslunet og aðgangsstýrt efni til aðila sem þeir eru í samstarfi við hvort sem það eru skólar eða fyrirtæki. Auk þess er hugbúnaðurinn með sjálfvirkum tungumálastuðningi á 107 tungumálum sem nýtist sérstaklega vel fyrir fræðsluaðila og fyrirtæki sem eru með notendur í mörgum löndum eða með fjölbreyttan tungumála bakgrunn.

Gunnar Jónsson, sölu- og markaðsstjóri LearnCove um fræðslunet og alþjóðlegan vöxt.

“Sá þáttur í okkar þróun sem hefur haft mest áhrif á okkar alþjóðlegu vaxtamöguleika er fræðslunetið. Með því gerum okkar viðskiptavinum kleift að aðgangsstýra efni til sinna samstarfsaðila og viðskiptavina. Til dæmis eru mörg fyrirtæki sem að vinna á mörgum erlendum mörkuðum sem hafa mikinn hag af samspili fræðslunetsins og tungumálastuðningsins. Sem dæmi eru íslenskir tækjaframleiðendur fyrir sjávarútveg sem selja framleiðslu sína á mörgum mörkuðum að nýta LearnCove til að þjálfa viðskiptavini sína og samstarfsaðila um allan heim á fjölda tungumála.

Við finnum fyrir sterkri þörf hjá skólum, opinberum fræðsluaðilum og fyrirtækjum fyrir okkar nálgun og höfum þegar skrifað undir fyrstu samningana við stór alþjóðleg fyrirtæki með fjölda starfsstöðva víða um heim. Í dag nýta um 60 fyrirtæki og stofnanir sér LearnCove við kennslu, fræðslu eða þjálfun.“

Sjá:  https://learncove.io/

HEITI VERKEFNIS: Vendill

Verkefnisstjóri: Aðalheiður Hreinsdóttir

Styrkþegi: LearnCove ehf

Tegund styrks: Vöxtur

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 50.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica