Tækniþróunarsjóður: október 2020

30.10.2020 : Auðkenning á lífvirkni Kerecis stoðefnis - verkefni lokið

Kerecis Wound Omega3 er vefjastoðefni unnið úr affrumuðu roði. Innan þessa verkefnis hefur verið unnið að því að auka þekkingu á líffræðilegri virkni Kerecis Wound Omega3 lækningavörrunni samfara stuðning við rannsóknarinnviði í massagreiningum við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

30.10.2020 : Notkun snjallefna í gervifætur - verkefni lokið

Háskóli Íslands og Össur ehf. hafa undanfarin þrjú ár unnið saman að hönnunarverkefni, styrktu að Tækniþróunarsjóði. Í verkefninu voru rannsakaðar leiðir til að nýta snjallefni til að bæta hönnun gervifótar framleiddum af Össuri með það fyrir augum að líkja betur eftir virkni mannslíkaman.

Lesa meira

29.10.2020 : Bætt nýting og stöðugleiki makarílafurða - verkefni lokið

Lokið hefur verið við verkefnið Bætt nýting og stöðugleiki makrílaafurða sem unnið var af Matís, Háskóla Íslands og Síldarvinnslunni með styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís. 

Lesa meira

29.10.2020 : Bridging Textiles to the Digital Future - verkefni lokið

Á Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi hefur undanfarin þrjú staðið yfir rannsóknin: Bridging textiles to the digital future - Að byggja stafræna textílbrú inn í framtíðina, en rannsóknin var styrkt af Tækniþróunarsjóði Rannís frá 2017 – 2020 og lauk henni formlega 31. ágúst sl.

Lesa meira

27.10.2020 : FUCOPRO - verkefni lokið

Helsta markmið verkefnisins var í stuttu máli að þróa vistvæna og afkastamikla ræktunaraðferð fyrir efnið fucoxanthin og þróa vöruform sem að tryggði stöðugleika og virkni.

Lesa meira

27.10.2020 : Lífvirkar þangsykrur - verkefni lokið

Markmið verkefnisins var að rannsaka og þróa nýjar leiðir til að framleiða verðmætar og vel skilgreindar lífvirkar fjölsykrur og phlorotannin andoxunarefni úr íslensku þangi.

Lesa meira

26.10.2020 : Vistvænar kælipakkningar með sauðfjárull - verkefni lokið

Árlega falla til hér á landi um 1000 tonn af sauðfjárull. Af fyrrgreindu ullarmagni flokkast um það bil 40-50% sem 1. flokks ull, er nýtist til framleiðslu á ullarbandi. Afgangurinn flokkast sem 2. flokks ull eða úrgangsull og selst annaðhvort á mjög lágu verði erlendis eða er fleygt. 

Lesa meira

26.10.2020 : Þörungaræktun úr affallsvatni frá fiskeldi - verkefni lokið

Fyrirtækið Samvist ehf. var stofnað á árinu 2017 með það markmið að þróa algaeponics kerfi, sem snýst um að nýta næringarríkt affallsvatn frá fiskeldi (hringrásarkerfum, enska: Recirculating Aquaculture System – RAS) til að rækta þörunga. 

Lesa meira

23.10.2020 : Námsflæði - verkefni lokið

Teymið á bak við Evolytes námskerfið hefur unnið lengi að þróun gagnadrifins námskerfis sem kennir fyrstu skrefin í stærðfræði á skemmtilegri og árangursríkari máta. Evolytes kerfið samanstendur af þremur vörum, námsleik, námsbók og upplýsingakerfi fyrir foreldra sem vinna allar saman í gegnum gagnadrifið námskerfi.

Lesa meira

23.10.2020 : Zeto, húðvörur úr þaraþykkni - verkefni lokið

Zeto hefur á undanförnum árum þróað sjálfbærari aðferð við vinnslu lífvirks þaraþykknis fyrir snyrtivöruiðnað, sem sýnt hefur einstaka virkni í prófunum.

Lesa meira

22.10.2020 : Tré tungumála/No Time to Relax - verkefni lokið

Tölvuleikurinn No Time to Relax hefur nú verið gefinn út fyrir borðtölvur og leikjatölvuna Nintendo Switch. Um er að ræða fyrsta tölvuleik félagsins Porcelain Fortress og um leið fyrsta íslenska tölvuleikinn á leikjavélum Nintendo leikjatölvuframleiðandans.

Lesa meira

22.10.2020 : Markaðssetning á Klappir Enterprise - verkefni lokið

Það er fararheit Klappa að búa til áþreifanleg langtímaverðmæti fyrir viðskiptavini sína og samfélagið sem við lifum í. Við vinnum að þessu með því að hjálpa skipulagsheildum að verja, varðveita og endurheimta náttúrverðmæti fyrir kynslóðir framtíðar, byggja upp ný og verðmæt störf í grænni nýsköpun og skapa framtíðarkynslóðum vettvang til að takast á við áskoranir í umhverfinu.

Lesa meira

21.10.2020 : Markaðssókn LearnCove - verkefni lokið

Íslenskur skólahugbúnaður einfaldar persónumiðað nám LearnCove er skóla- og fræðsluhugbúnaður sem hefur verið í þróun hjá nýsköpunarfyrritækinu Costner ehf. síðan 2016 með stuðningi frá Tækniþróunarsjóði.

Lesa meira

21.10.2020 : Nýting steinefna úr jarðsjó á Reykjanesi - verkefni lokið

Í jarðsjó sem fellur til á jarðhitasvæðinu á Reykjanesi er mikið magn verðmætra efna. Nýting þeirra hefur lengi verið á dagskrá en strandað á tæknilegum örðugleikum og þá einkum á útfellingum af völdum kísils í lögnum og tækjabúnaði. 

Lesa meira

20.10.2020 : Lucinity ClearLens, eftirlit með peningaþvætti - verkefni lokið

Lucinity er nýsköpunarfyritæki sem vinnur að því að enduruppgötva varnir fjármálafyrirtækja gegn peningaþvætti. Fyrirtækið nýtir hjálpargreind til þess að kalla fram umtalsvert betri árangur í peningaþvættivörnum viðskiptavina sinna.

Lesa meira

20.10.2020 : Vöxtur í nýju ljósi - verkefni lokið

Vöxtur í nýju ljósi snýst um hönnun og framleiðslu á byltingarkenndum ljósgjafa ætlaðan í matvæla framleiðslu og þá aðallega sem ræktunarljós fyrir inniræktun af ýmsum toga. 

Lesa meira

15.10.2020 : The Darken: Echoes of the End - verkefni lokið

Markmið verkefnisins var að ná beinu sambandi við núverandi notendur Theme í Bandaríkjunum og kynna rannsóknarhugbúnaðinn fyrir nýjum mögulegum notendum á núverandi og nýjum fræðisviðum.

Lesa meira

14.10.2020 : Mörkun og markaðsinnviðir MapExplorer - verkefni lokið

Markmið verkefnisins fól í sér undirbúning fyrir alþjóðlega markaðssókn Gagarín. Unnin var mörkun fyrir Astrid (MapExplorer) og vörur innan þeirrar línu ásamt vörumerkjahandbók, markaðsáætlun og hönnun og þróun nýrrar heimasíðu fyrir Gagarín. Þá var unnið kynningarefni fyrir heimasíðu og sölukynningar auk þess sem félagið tók þátt í sjö sýningum og ráðstefnum á verkefnisárinu. 

Lesa meira

14.10.2020 : Uppbygging markaðsinnviða vegna markaðssóknar eBBI - verkefni lokið

Brandr hlaut eins árs markaðsstyrk Tækniþróunarsjóðs (Rannís) 2019-20 fyrir verkefnið; Uppbygging markaðsinnviða vegna markaðssóknar eBBI.

Lesa meira

13.10.2020 : Fórnarfóðring fyrir háhita jarðhitaborholur - verkefni lokið

Undanfarin ár hefur verið aukinn áhugi á að bora dýpri jarðhitaborholur til að afla meira orku sem þýðir hærra hitastig og þrýstingur og tærandi umhverfi. Þetta leiðir til tæringaráraunar og varmaþenslu og samdráttar sem getur leitt til brots á fóðringum. 

Lesa meira

13.10.2020 : As Exchange – hámarksvirði upplýsinga - verkefni lokið

Undanfarin 2 ár hefur Activity Stream unnið að verkefninu AS Exchange – hámarksvirði upplýsinga með rausnarlegum stuðningi frá Tækniþróunarsjóði. 

Lesa meira

12.10.2020 : IceWind vindtúrbínur fyrir fjarskiptamöstur - verkefni lokið

Markmið verkefnisins voru að betrumbæta, þróa og undirbúa fyrir markað litlar míkró vindtúrbínur sem eru sértaklega hannaðar fyrir fjarskipta-, eftirlits- og neyðarkerfi við krefjandi veðuraðstæður.

Lesa meira

10.10.2020 : Útrás sebrafiska í lyfjaleit - verkefni lokið

Verkefni 3Z ehf. Útrás sebrafiska í lyfjaleit hlaut nýverið markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði. Fyrirtækið hefur síðustu tvö ár unnið að því að efla markaðssetningu sína og kynna þjónustuframboð sitt á alþjóðlegum lyfjaleitarmarkaði

Lesa meira

9.10.2020 : IM Innsýn - verkefni lokið

Ný viðbót frá Mentor fyrir skólasamfélagið. Í samstarfi við Tækniþróunarsjóð hefur orðið til nýtt kerfi og ný eining innan Mentor. 

Lesa meira

9.10.2020 : Markaðssetning Florealis á Norðurlöndunum - verkefni lokið

Jurtalyf frá Florealis eru fáanleg í yfir þúsund apótekum í Svíþjóð.

Lesa meira

8.10.2020 : Markaðssókn Tulipop í Kína og Hong Kong - verkefni lokið

Á árinu 2019 var íslenska hönnunarfyrirtækinu Tulipop úthlutað markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði til að ráðast í markvissa markaðssókn í Kína og Hong Kong.

Lesa meira

8.10.2020 : Adversary, skalanleg öryggisþjálfun - verkefni lokið

Adversary er verkefna- og þjálfunarkerfi sem gefur forriturum og öðrum í hugbúnaðarþróun tækifæri á að fræðast, á verklegan hátt, um hættur vegna netárasa. 

Lesa meira

7.10.2020 : Taktu þátt í stefnumótun Tækniþróunarsjóðs

Mikil gróska hefur verið í nýsköpunarsamfélaginu undanfarin ár sem meðal annars endurspeglast í síauknum fjölda umsókna til Tækniþróunarsjóðs. Á næsta ári er fyrirhugað að sjóðurinn fái aukið fjármagn til að styrkja nýsköpunarverkefni.

Lesa meira

7.10.2020 : Mussila tónlistarskólinn/áskriftarmódelið - verkefni lokið

Nýsköpunarfyrirtækið Mussila ehf. hefur lokið ferlinu sem fólst í markaðsstyrk Rannís. Markaðsstyrkurinn styrkti stöðu Mussila á markaði og hjálpaði styrkurinn fyrirtækinu til að kynnast notandanum enn betur og í dag er varan mun sterkari.

Lesa meira

6.10.2020 : Markaðssetning PayAnalytics erlendis - verkefni lokið

PayAnalytics er hugbúnaðarlausn sem greinir laun hjá um 60 fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi þar sem samtals starfa um 40 þúsund manns, eða um 20% af starfsfólki á íslenskum vinnumarkaði.

Lesa meira

5.10.2020 : Taktikal – verkefni lokið

Taktikal hlaut styrk til að þróa hugbúnaðarlausn í skýinu sem er byggð á vefþjónustum (e. API's). Lausnin gerir smærri og meðalstórum fyrirtækjum kleift að bjóða viðskiptavinum að undirrita skjöl og framkvæma ýmsa viðskiptagjörninga á borð við rafrænar undirritanir á samningum, umboðum og tékklistum á aðeins 1-2 mínútum.

Lesa meira

1.10.2020 : CalmusGaming - verkefni lokið

CalmusGaming - Rauntímatónsköpun fyrir tölvuleiki! CalmusGaming, byltingakenndur gervigreindarhugbúnaður sem semur og aðlagar tónlist innan tölvuleikja, er nú tilbúinn til markaðssetningar en þróun og hönnun leiksins hefur staðið yfir undanfarin ár. 

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica