FUCOPRO - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

27.10.2020

Helsta markmið verkefnisins var í stuttu máli að þróa vistvæna og afkastamikla ræktunaraðferð fyrir efnið fucoxanthin og þróa vöruform sem að tryggði stöðugleika og virkni.

Logo tækniþróunarsjóðsUm er að ræða stýrða ræktun á smáþörungum sem fer fram í lokuðum kerfum. Þannig má ná fram hárri framleiðni en jafnframt tryggja hreinleika lokaafurðarinnar sem í þessu tilviki er fucoxanthin sem notað er í vörur sem hjálpa fólki að ná tökum á offitum og afleiddum vandamálum.

Niðurstöður rúmlega tveggja ára vinnu eru þær að Alalíf hefur tekist að hanna kerfi á fullum skala sem að hefur verið aðlagað að þörungunum Phaeodactylum tricornutum. Sá þörungur hefur þá kosti að vaxa hratt en viðhalda jafnframt háum styrk af virka efninu fucoxanthin. Langtíma ræktunartilraunir á framleiðsluskala hafa sýnt að ræktunin er stöðu, vaxtarhraði meiri en um getur í fræðigreinum og styrkur fucoxanthin margfaldur á við það sem þekkist úr þangi og þara.

Samhliða því að ná tökum á ræktuninni hefur Algalíf varið miklum tíma og mikilli vinnu við vöruþróun til að tryggja virkni efnisins sem um ræðir skili sér alla leið til neytanda. Fucoxanthin er viðkvæmt andoxunarefni sem að brotnar auðveldlega niður þegar hiti, ljós og/eða súrefnismettun fer út fyrir ákveðin mörk í ákveðinn tíma. Algalíf hefur þegar tekist að þróa hrávöru sem hefur fullan stöðugleika í a.m.k. 2 ár.

Algalíf hefur þegar lagt drög að samningum við alþjóðlega kaupendur sem hafa mikinn áhuga á að bæta fucoxanthin við sitt vöruúrval. Þar skiptir mestu máli að fari saman há virkni, stöðugleiki, rekjanleiki og vistvænar framleiðsluaðferðir. Hér sem og annarsstaðar hefur fyrirtækið getað nýtt sér stöðu sína sem virtur aðili á tengdum markaði þ.e. við framleiðslu og sölu á andoxunarefninu astaxanthin. Að lokum má nefna að verkefnið hefur þegar leitt af sér nokkur hátæknistörf og er viðbúið að þeim fjölgi hratt á næstu misserum.

Sjá nánar á: https://algalif.com/

HEITI VERKEFNIS: FUCOPRO

Verkefnisstjóri: Tryggvi Stefánsson

Styrkþegi: Algalíf Iceland ehf.

Tegund styrks: Vöxtur

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 50 millj. IS kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica