Tré tungumála/No Time to Relax - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

22.10.2020

Tölvuleikurinn No Time to Relax hefur nú verið gefinn út fyrir borðtölvur og leikjatölvuna Nintendo Switch. Um er að ræða fyrsta tölvuleik félagsins Porcelain Fortress og um leið fyrsta íslenska tölvuleikinn á leikjavélum Nintendo leikjatölvuframleiðandans.

Félagið var fjármagnað af sjóðum starfsmanna, með innkomu engla fjárfesta og síðast en ekki síst með styrk frá Tækniþróunarsjóði.

Logo tækniþróunarsjóðsLeikurinn gengur út á að kenna spilaranum á lífskapphlaupið. Allt að fjórir spilarar etja kappi við hvern annan í lífsins leik en þar þurfa þeir að mennta sig, borga húsnæðisgjöld, vinna sig upp í störfum með menntun og reynslu, muna að borða, hugsa um heilsuna, kaupa innbú og síðast en ekki síst að vera undirbúnir fyrir ófyrirséða menningartengda atburði sem hafa áhrif á spilunina.

Vinna við leikinn No Time to Relax hófst í febrúar 2018 þegar fyrirtækið fékk styrk frá Tækniþróunarsjóði. Yfir tvö árin vann teymi forritara, grafísks hönnuðar, verkefnisstjóra og listamanna að leiknum. No Time to Relax var formlega gefinn út í ágúst 2019 fyrir borðtölvur og hófst þá vinna við að útfæra leikinn fyrir Nintendo leikjatölvurnar.

Tekjur af sölu leiksins standa nú straum af stórum hluta reksturs fyrirtækisins og vinna við næsta verkefni hafið. Næsti leikur fyrirtækisins er leikurinn The Citadel en þar hefur teymið fengið þekktasta borðspilahönnuð dagsins í dag til að vinna að leikkerfum leiksins. Stuðningur Tækniþróunarsjóðs hefur komið fyrirtækinu úr því að vera sproti í fullvaxið tré sem mun halda áfram að skjóta niður rótum og stækka um ókomna tíð.

Sjá nánar á: http://www.porcelainfortress.com/

HEITI VERKEFNIS: Tré tungumála / No Time to Relax

Verkefnisstjóri: Björn Elíeser Jónsson

Styrkþegi: Porcelain Fortress ehf.

Tegund styrks: Sproti

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 20 MILL. IS kr. alls

 

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica