Auðkenning á lífvirkni Kerecis stoðefnis - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

30.10.2020

Kerecis Wound Omega3 er vefjastoðefni unnið úr affrumuðu roði. Innan þessa verkefnis hefur verið unnið að því að auka þekkingu á líffræðilegri virkni Kerecis Wound Omega3 lækningavörrunni samfara stuðning við rannsóknarinnviði í massagreiningum við Háskóla Íslands. 

Þetta hefur verið gert með greiningu á lífefnasamsetningu Kerecis Omega3 stoðefnis og ákvarða hvernig stoðefnið hefur áhrif á frumur og vefi samfara sáragróanda. Helstu niðurstöður verkefnsins eru eftirfarandi: Samsetning og magn lípíða í Kerecis Omega 3 sáragræðlingnum var ákvarðað og þannig staðfest hvernig sáragræðlingurinn aðgreinir sig frá sambærilegum markaðsleiðandi vörum sem unnar eru úr sláturhúsaafurðum og fósturbelgshimnum. Einnig var prótein innihald Kerecis sáragræðlingsins skilgreint og hvernig það er frábrugðið sáragræðlingum unnum úr fósturbelgshimnum. Í þriðja lagi var sýnt fram á að lípíðinnihald Kerecis Omega3 eykur skriðhraða húðfrumna í frumurækt. Að lokum voru efnabreytingar samfara sáragróandi í annars- og þriðjastigs brunasárum skilgreindar með og án meðhöndlunar með Kerecis Omega 3 sáragræðling. Þær rannsóknir sýndu að meðhöndlun með Kerecis Omega 3 eykur magn valinna aminósýra og annarra smásameinda sem eru mikilvægar fyrir heilbrigðan sáragróanda. Að lokum var sýnt fram á að magn bólguhemjandi lípiða, sem eru afleiður fjölómettaðra fitusýra, eykst í brunasárum meðhöndluðum með Kerecis Wound Omega3.

Niðurstöðurnar staðfesta virkni Kerecis Omega3 vörunnar á sameindalíffræðilegum grundvelli og auka skilning á því hversvegna sárameðhöndlun með Kerecis Omega3 bætir sáragróanda og er verkjastillandi. Virkni Kerecis Omega3 í sáragróanda er fjölþætt. Þær tilgátur um virkni sáragræðilingsins sem rekja má til Omega3 innihalds hafa þó verið styrktar svo um munar í þessu verkefni og hafa niðurstöðurnar verið nýttar í markaðsettningu vörunnar á alþjóðavísu. Niðurstöður hafa einnig verið kynntar á fjölda alþjóðlegra sárameðhöndlunar ráðstefna. Á sama tíma hefur verið unnið að útfærslu verkferla við greiningar á smásameindum sem stuðla að áframhaldandi uppbyggingu á lífefnagreiningar kjarnaaðstoðu innan Háskóla Íslands Sú uppbygging olli mikilli framþróunn í aðferðafræði við lífefnaskimun á smásameindum og lípíðum sem hefur nýst í mörgum fjölbreyttum rannsóknarverkefnum innan Háskóla Íslands ásamt því að skilgreina vankanta og skort á tækjabúnaði sem er nauðsynlegur til próteinskimana í íslensku rannsóknarsamfélagi.

Sjá nánar á:  https://kerecis.com/

HEITI VERKEFNIS: Auðkenning á lífvirkni Kerecis stoðefnis

Verkefnisstjóri: Óttar Rolfsson

Styrkþegi: Háskóli Íslands

Tegund styrks: Hagnýtt rannsóknaverkefni

Fjöldi styrkára: 3

Fjárhæð styrks: 44.250.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica