Lífvirkar þangsykrur - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

27.10.2020

Markmið verkefnisins var að rannsaka og þróa nýjar leiðir til að framleiða verðmætar og vel skilgreindar lífvirkar fjölsykrur og phlorotannin andoxunarefni úr íslensku þangi.

Í verkefninu var unnið með einstök íslensk ensím sem beitt var á fjölsykrurnar til að umbreyta byggingu þeirra og lífvirkni. Í verkefninu voru þróaðar mismunandi aðferðir til að draga út lífvirkar fjölsykrur (áhersla á fucoidan fjölsykrur) og phlorotannin andoxunarefnin sem voru svo skilgreind og lífvirknimæld. Logo tækniþróunarsjóðs

Fucoidan umbreytandi ensím voru framleidd og hreinsuð og þau notuð með góðum árangri til að umbreyta byggingu fjölsykranna. Ensímin höfðu vatnskjúfandi virkni og voru sérstaklega vel til fallin til að framleiða einsykrur úr fucoidan fjölsykrunum. Efnafræðilegar aðferðir voru notaðar til að draga út mismunandi phlorotannin fjölfenól með góðum árangri. Mismunandi rannsóknir, þ.m.t. í frumukerfum, sýndu að lífefnin sem voru þróuð í þessu verkefni höfðu mikla lífvirkni. Sumar gerðir fucoidan fjölsykra sem voru einangraðar sýndu frumudrepandi virkni í krabbameinsfrumulíkönum. Sýni sem innihéldu mikið magn phlorotannin andoxunarefni höfu sömuleiðis frumudrepandi virkni og jafnramt mikla andoxunarvirkni sem var mæld með mismunandi aðferðum. Aðferðir sem þróaðar voru á rannsóknastofuskala voru skalaðar upp í framleiðsluskala sem tókst vel. Afurðirnar sem fengust úr uppskalaðri framleiðslu voru þróaðar áfram í fæðubótarefni með góðum árangri. Einnig voru valdar afurðir þróaðar áfram í húðvöru sem var prófuð af stórum hópi neytenda með mjög góðum árangri. Í verkefninu var einnig verð markaðskönnun sem sýnir að mikil eftirspurn er eftir afurðunum sem voru þróaðar í verkefinu og því góð ástæða til að hagnýta niðurstöður verkefnins.

Sjá nánar á:  http://marinox.is/

Heiti verkefnis: Lífvirkar þangsykrur

Verkefnisstjóri: Hörður G. Kristinsson

Styrkþegi: Marinox

Tegund styrks: Verkefnisstyrkur

Fjöldi styrkára: 3

Fjárhæð styrks: 37.500.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica