Vöxtur í nýju ljósi - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

20.10.2020

Vöxtur í nýju ljósi snýst um hönnun og framleiðslu á byltingarkenndum ljósgjafa ætlaðan í matvæla framleiðslu og þá aðallega sem ræktunarljós fyrir inniræktun af ýmsum toga. 

Sérstaða ljóssins eru: 95% af orkunni sem knýr ljósið fer í að framkalla ljóstíðni sem plöntur nýta sér til ljóstillífunar, 360°ljósdreifing, mjög lítil hitamyndun er af ljósinu (undir 40°C) sem gerir það að verkum að hægt er að staðsetja ljósin mjög nálægt plöntum án þess að brenna þær eða skaða á nokkurn hátt.

Logo tækniþróunarsjóðsRannsóknir sýna að frjóvgun plantna með býflugum á sér varla stað yfir vetrarmánuðina með notkun hefðbundinna ljósa. Okkar rannsóknir sýna fram á atferlisbreytingu hjá býflugum í þeim húsum þar sem ljósunum okkar hefur beitt og vinna býflugurnar líkt og undir sólarljósi sem leysir vandamálið að frjóvga plöntur innahúss yfir vetrarmánuði og/eða í lokuðum rýmum. Okkar tækni hefur aukið framleiðni um u.þ.b. 20% þar sem okkar ljósum hefur komið fyrir í stórum gróðurhúsum auk þess að augljós munur hefur verið á milli samanburðarhúsa með t.t frjóvgunar býflugna til hins betra. Ljósin hafa að auki líftíma uppá 80.000 klst. Vinna við að þróa ljósgjafan heldur áfram og byggist sú vinna á þeim niðurstöðum sem verkefnistíminn gaf okkur. Ljósið hefur hlotið alþjóðlega vinnuheitið Luci Grow Light og eigum við það nafn skráð hjá hugverkastofunni á Íslandi, að auki höfum við sótt um einkaleyfi á búnaðinum hjá Intellectual Property Office í Bretlandi og er það ferli í gangi. Gott samstarf við erlenda aðila tengda verkefninu hefur verið komið á og vinna nú allir að sama markmiði við að klára hönnuarferlið og gera ljósgjafan tilbúin á markað á næstu 2-3 árum. Lucia Grow Light mun hvetja til bættrar umhverfisvitundar, styrkja byggðir og stuðla að sjálfbærri orkunýtingu þar sem ljósin verða notuð. Þökk sé styrknum frá Tækniþróunarsjóði höfum við komist lengra í ferlinu en við þorðum að vona.

HEITI VERKEFNIS: Vöxtur í nýju ljósi
Verkefnisstjóri: Karl Jóhann Bridde
Styrkþegi: Lumen ehf.
Tegund styrks: Sproti
Fjöldi styrkára: 2
Fjárhæð styrks: 20 millj. IS kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica