Lucinity ClearLens, eftirlit með peningaþvætti - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

20.10.2020

Lucinity er nýsköpunarfyritæki sem vinnur að því að enduruppgötva varnir fjármálafyrirtækja gegn peningaþvætti. Fyrirtækið nýtir hjálpargreind til þess að kalla fram umtalsvert betri árangur í peningaþvættivörnum viðskiptavina sinna.

Logo tækniþróunarsjóðs

Lucinity hlaut styrkinn Sprota frá Tækniþróunarsjóði árið 2019. Styrkurinn hefur gegnt lykilhlutverki í framleiðslu og vexti fyrirtækisins. Styrkurinn gerði Lucinity kleift að stunda ítarlega hagnýa rannsóknarvinnu á reglugerðum peningaþvættis sem er grunnstoð virðistilboðs lausnarinnar. Lucinity gangsetti lausnina með sínum fyrsta viðskiptavini, Kviku, í nóvember 2019. Þá hafði fyrirtækinu tekist að smíða bæði fram- og bakenda lausnarinnar með þeim hætti að Kvika áleit að um væri að ræða vaxandi lausn í fararbroddi á markaði peningaþvættislausna.

Lucinity starfrækir alþjóðlegt teymi með aðsetur á Íslandi og hafa forsvarsmenn þess reynslu úr hæstu stigum bankakerfisins. Guðmundur Rúnar Kristjánsson var síðast yfirmaður á sviði eftirlitstækni hjá bandaríska bankarisanum Citigroup og Anush Vasudenvan, sem fer fyrir framleiðslu Lucinity, var einnig stjórnandi þar. Þá hafa starfsmenn og velunnarar Lucinity einnig reynslu frá fyrirtækjum og stofnunum á borð við Fjármálaeftirlit Bretlands, PWC, NICE, Actimize, Oracel o.fl.

Næstu skref Lucinity eru aðsókn á erlenda markaði, frekari þróun vörunnar og innleiðing tækninýjunga sem fyrirtækið hefur sótt um einkaleyfi fyrir. Lucinity hefur nú hlotið styrkinn Vöxt ásamt öndvegisstyrknum Spretti. Það er því engin spurning að Tækniþróunarsjóður mun áfram leika lykilhlutverk í framvindu Lucinity í baráttunni gegn peningaþvætti.

Sjá nánar á:  https://lucinity.com/

HEITI VERKEFNIS: Lucinity ClearLens-eftirlit með peningaþvætti

Verkefnisstjóri: Guðmundur Rúnar Kristjánsson

Styrkþegi: Lucinity ehf . (Intenta ehf.)

Tegund styrks: Sproti

Fjöldi styrkára: 1

Fjárhæð styrks: 10 millj. IS kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica