Útrás sebrafiska í lyfjaleit - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

10.10.2020

Verkefni 3Z ehf. Útrás sebrafiska í lyfjaleit hlaut nýverið markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði. Fyrirtækið hefur síðustu tvö ár unnið að því að efla markaðssetningu sína og kynna þjónustuframboð sitt á alþjóðlegum lyfjaleitarmarkaði

Með stuðningi Tækniþróunarsjóðs hefur 3Z verið í samstarfi við erlenda sérhæfða markaðsstofu í lyfjageiranum sem hefur leitt af sér mikilvæg og verðmæt viðskiptasambönd. Þessi aukna markaðssetning hefur vakið athygli á fyrirtækinu sem meðal annars leiddi til þess að í lok árs 2019 vakti fagtímaritið “Pharma Tech Ooutlook” athygli á 3Z sem eitt af 10 mest spennandi fyrirtækjunum á sínu sviði í Evrópu.

Logo tækniþróunarsjóðsUm aðferð 3Z:

3Z hefur þróað mæliaðferðir til skimunar á stórum sameindasöfnum, samhliða aðferðum til framleiðslu á erfðabreyttum stofnum af sebrafiskum sem líkja eftir miðtaugakerfissjúkdómum í mönnum. Þessa stofna má nota til að skima sameindasöfn fyrir nýjum lyfjum við þessum sjúkdómum. Aðferð 3Z miðar að því að greina sameindir sem hafa virkni í miðtaugakerfi og geta myndað ný lyf fyrir miðtaugakerfissjúkdóma. Aðferðin er hraðvirkari og ódýrari en þær aðferðir sem áður hafa þekkst en hún felur í sér skimun í heilli, lifandi lífveru, með háu gegnumstreymi. Þar sem miðtaugakerfi sebrafiska er hliðstætt miðtaugakerfi mannsins og genamengi þeirra sambærilegt eru niðurstöður á virkni yfirfæranlegar á menn. 3Z hefur nú þegar þróað stofna sem tjá taugahrörnunarsjúkdóminn ALS, geðklofa, flogaveiki, Parkinson's, svefnleysi, ADHD og líkan af sársauka. Sjúkdómalíkön 3Z sem og mæliaðferðir eru einstakar á heimsvísu.

Sjá nánar á: http://3z.is/

Heiti verkefnis: Útrás sebrafiska í lyfjaleit 

Verkefnisstjóri: Perla Björk Egilsdóttir
Styrkþegi: 3Z ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Fjöldi styrkára: 1
Fjárhæð styrks: 10 ISK millj. kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica