IM Innsýn - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

9.10.2020

Ný viðbót frá Mentor fyrir skólasamfélagið. Í samstarfi við Tækniþróunarsjóð hefur orðið til nýtt kerfi og ný eining innan Mentor. 

IM Innsýn er ný viðbót inni í Mentorkerfinu ætluð stjórnendum grunnskóla. Með þessari stjórnendaviðbót geta skólastjórnendur auðveldlega kallað fram upplýsingar um námslega stöðu árganga innan skólans og borið saman við fyrri árganga. Yfirlit er yfir megin framgang námsgreina í skólastarfinu og auðveld aðgengi að tölfræði. Logo tækniþróunarsjóðs

Sveitarfélagsaðgangur í IM Innsýn gerir yfirmönnum hjá fræðsluskrifstofum sveitarfélaganna kleift að sækja og greina gögn frá skólunum í tengslum við námsmat og stöðu einstaka árganga sem hjálpar m.a. við eftirfylgni við skóla innan sveitafélaga. Sveitarfélagsaðgangur gefur starfsfólki á fræðslusviði tækifæri að bera saman árganga innan sveitarfélags og skoða stöðu fyrri ára. Þetta er einstakt tæki fyrir sveitarfélögin til að auka samvinnu við skóla í sínu sveitarfélagi og auðvelda samtal skóla og skólaskriftstofa. Auðvelt er að vinna með samantekt á tölfræði og samanburður á tölfræði skóla í kerfinu .

Kerfið er notendavænt, auðvelt að setja inn þær forsendur sem skólinn og skólaskrifstofan vill nota. Við hjá Mentor erum ákaflega stolt af þessari þróun okkar og kunnum Tækniþróunarsjóði bestu þakkir fyrir stuðningin og hlökkum til að geta kynnt afurðina fyrir skólastjórnendum og stjórnendum skólaskrifstofa.

Heiti verkefnis IM Innsýn
Verkefnisstjóri: Elfa Hermannsdóttir
Styrkþegi: Mentor ehf.
Tegund styrks: Vöxtur
Fjöldi styrkára: 2
Fjárhæð styrks: 50 ISK millj. kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica