Markaðssetning á Klappir Enterprise - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

22.10.2020

Það er fararheit Klappa að búa til áþreifanleg langtímaverðmæti fyrir viðskiptavini sína og samfélagið sem við lifum í. Við vinnum að þessu með því að hjálpa skipulagsheildum að verja, varðveita og endurheimta náttúrverðmæti fyrir kynslóðir framtíðar, byggja upp ný og verðmæt störf í grænni nýsköpun og skapa framtíðarkynslóðum vettvang til að takast á við áskoranir í umhverfinu.

Með því að nota stafrænt vistkerfi Klappa og þá stöðluðu aðferðafræði, sem hugbúnaðurinn styðst við, má búa til sameiginlegan vettvang okkar allra til að skilja og takast á við þær miklu áskoranir sem nú horfa við okkur í umhverfismálum. Í upphafi voru Klappir eingöngu hugmynd að því sem koma mætti í framkvæmd með samstilltu átaki fjölmargra hagaðila sem deildu sömu sýn. Í dag erum við drifkraftur í umhverfismálum á Íslandi. Hundruð fyrirtækja vinna með hugbúnaðaralausnir Klappa og nýta þær til að ná árangri í umhverfismálum.Logo tækniþróunarsjóðs

Þá er stafræna vistkerfi Klappa farið að teygja sig út fyrir landsteinana og erlendir aðilar byrjaðir að tengjast innviðunum, nota hugbúnaðarlausnirnar og/eða að prófa sig áfram með reynsluaðgang. Það heyrir til undantekninga ef áskrift er sagt upp – frekar stækka skráðir aðilar hugbúnaðarlausnirnar sem þeir eru með. Vöruframboð fyrirtækisins byggist á tveimur stoðum. Önnur er lausnapallurinn sjálfur – með tengingu við lausnapallinn tengjast allir notendur við stafrænt vistkerfi Klappa og þar með við alla aðra notendur að hugbúnaðinum. Hin stoðin eru hugbúnaðarlausnirnar sem þróaðar hafa verið sem viðbót við lausnapallinn. Hver vara þjónar ákveðnum tilgangi og leysir ákveðna þætti umhverfismála.

Markmiðið er að halda áfram að efla þjónustuna, aðferðafræðina og styrkja hugbúnaðinn. Áframhaldandi fjárfestingar í vöruþróun, þjónustu og sölu til að mæta vaxandi markaðstækifærum verður því áfram brýn. Við viljum einbeita okkur að því að fylgja eftir erlendum tækifærum en það er ljóst að skipahugbúnaður Klappa, LogCentral, mun verða fyrsta vara Klappa sem nær alþjóðlegri útbreiðslu. Það gerist strax nú á árinu 2020.

Markaðurinn fyrir LogCentral nær til um 70.000 skipa á heimsvísu. Ný löggjöf í Evrópu um sjálfbærniuppgjör (e. ESG Reporting) mun opna okkur leið á þann markað með Klappir EnviroMaster. Við sjáfum því fram á áframhaldandi vöxt, jafnt hér á Íslandi sem og erlendis. Nú hefur Reitun ehf. sem er með samning við Landsbankann og Landsbréf, byrjað að meta sjálfbærniáhættu 40 fyrirtækja í gegnum hugbúnaðinn RiskMaster. Landvernd og Klappir innleiða Grænskjái í vor og verða þeir komnir í opinber rými viðskiptavina okkar og grunnskóla úti um allt land fyrir lok árs. LogCentral er komið í notkun hjá erlendum stórfyrirtækjum, s.s. MOL, Scorpio Tankers, OSS og Optimum.

Sjá nánar á: https://klappir.com/

HEITI VERKEFNIS: Markaðssetning á Klappir Enterprise

Verkefnisstjóri: Sigrún Hildur Jónsdóttir

Styrkþegi: Klappir grænar lausnir ehf

Tegund styrks: Markaðsstyrkur

Fjöldi styrkára: 1

Fjárhæð styrks: 10 millj. IS kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica