CalmusGaming - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

1.10.2020

CalmusGaming - Rauntímatónsköpun fyrir tölvuleiki! CalmusGaming, byltingakenndur gervigreindarhugbúnaður sem semur og aðlagar tónlist innan tölvuleikja, er nú tilbúinn til markaðssetningar en þróun og hönnun leiksins hefur staðið yfir undanfarin ár. 

Hugbúnaðarforritið er nýjung á sýndarveruleika og notar nýja sem og hefðbundna samsetningartækni við tónlistarsköpun í sýndarumhverfi tölvuleikja. Sérstaða forritsins er sú að í stað þess að hljóðmyLogo tækniþróunarsjóðsndin sé síendurtekinn hluti af umhverfi leiksins, eins og í hefðbundnum tölvuleik, gerir CalmusGaming kleift að aðlaga tónlistina að tölvuleiknum í rauntíma. Forritið breytir tónlistinni í samræmi við framvindu leiksins og viðbrögðum notandans (þ.e. hreyfingar persónanna, breytingar í umhverfi osfrv.). Annars vegar auðveldar CalmusGaming tónlistarsamsetningu fyrir tölvuleiki: það býr sjálfkrafa til flókin og kraftmikil þemu og byggir á grunnhugmyndum tónskáldsins (sem parar allt að 90% af samsetningartíma). Að auki auðgar CalmusGaming upplifun leikmanna þar sem tónlistin breytist stöðugt í samræmi við leikinn. 


Í þróun verkefnisins tóku þátt rúmlega 40 einstaklingar frá sjö löndum og þremur heimsálfum frá ólíkum sviðum: forritarar, listamenn, hönnuðir og markaðsfólk. Afraksturinn er fjölþættur; auk forritsins GalmusGaming var CalmusVST hannað en það er tónsmíða-hugbúnaður (plug-in) sem er tengjanlegur fyrir flest tónlistarforrit og gerir mögulegt að semja tónefni og tónlist fyrir tölvuleiki.

CalmusGames verkefnið er samþætting á vísindum, rannsóknum, tækni og listum þar sem sérfræðingar á hverju sviði koma saman með sína þekkingu og reynslu til að beita nýjustu tækni þ.m.t gervigreind – til að þróa nýjar leiðir í rauntímalistsköpun í nútímaumhverfi sýndarveruleikans. Auk stuðnings frá Tækniþróunarsjóði hefur Calmus verkefnið hlotið styrki frá norrænum sjóðum, Culture Contakt Nord og Nordic Culture Point, auk Evrópska styrksins SME instrument H2020. Til viðbótar hefur hluti verkefnisins verið styrktur af Reykjavíkurborg, Tónlistarsjóði auk þess notið stuðnings frá tölvuleikjafyrirtækjunum CCP og tölvuleikjatónlistarfyrirtækinu Audiokinetic í Kanada. 

CalmusGaming plugin verður selt í gegnum vefverslun Audiokinetic. Einnig er ráðgert að CalmusGaming verði til sölu á verfsíðu Erki-tónlistar og þá sem hluti af heildar Calmus pakka. 

CalmusVST verður selt á Apple AppStore og á vefsíðu Erki-Tónlistar. Einnig verður CalmusVST hluti af CalmusGaming sem fylgir þá ókeypis með CalmusGaming. 

Nánari upplýsingar er að finna á: www.CalmusGaming

Heiti verkefnis: CalmusGaming
Verkefnisstjóri: Kjartan Ólafsson 
Styrkþegi: Erki-Tónlist sf
Tegund styrks: Vöxur
Fjöldi styrkára: 2
Fjárhæð styrks: 44 millj. kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica