Markaðssókn LearnCove - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

21.10.2020

Íslenskur skólahugbúnaður einfaldar persónumiðað nám LearnCove er skóla- og fræðsluhugbúnaður sem hefur verið í þróun hjá nýsköpunarfyrritækinu Costner ehf. síðan 2016 með stuðningi frá Tækniþróunarsjóði.

Sérstaða hugbúnaðarins er að gera kennurum kleift með hagnýtingu tækninnar að mæta persónumiðuðum þörfum nemenda sinna í hæfnimiðuðu námi. Meðal nýjunga hugbúnaðarins er miðlægur verkefnabanki þar sem kennarar geta haldið utan um verkefni sín og deilt verkefnum með öðrum kennurum.

Logo tækniþróunarsjóðsAðalheiður Hreinsdóttir framkvæmdastjóri Costner um persónumiðað nám : “Við lærum öll á mismunandi hátt. Kennarar eru undir miklu álagi í sínum daglegu störfum við að styðja við persónumiðaðar þarfir sinna nemenda. Miklar og jákvæðar breytingar eru að verða á menntastefnunni í skólakerfinu með það fyrir augum að gera námið fjölbreyttara og laga það að þeim hröðu tæknibreytingum sem munu eiga sér stað á næsta áratug. LearnCove hagnýtir tæknina til þess að gera kennaranum kleift að geta nálgast fjölbreytt verkefni á miðlægum stað byggð á hæfniviðmiðum. Hann getur nýtt núverandi námsskrá og einstakingmiðað hana og búið til sérstakar námsleiðir til að mæta þörfum nemenda sinna.”

Þó LearnCove hafi upprunarlega verið þróað fyrir skólakerfið þá hefur hugbúnaðurinn vakiðathygli fræðsluaðila utan grunnskólanna og er í dag nýtt sem grunnur fyrir meðferðarkerfi hjá SÁÁ og sjúkraþjálfunarkerfi hjá Fjarmeðferð.

Aðalheiður um fræðsluaðila úr atvinnulífinu : “ Það kom okkur skemmtilega á óvart að mjög fljótlega eftir að við byrjuðum að kynna LearnCove fyrir grunnskólum landsins urðum við vör við áhuga frá fjölbreyttum hópi fræðsluaðila sem vantaði miðlægan verkefnabanka. Þeir gátu nýtt sömu aðferðarfræði og við vorum búin að þróa fyrir grunnskólana til þess að mæta persónumiðuðum þörfum sinna nemenda. Þessa dagana er SÁÁ að innleiða meðferðarkerfi sem byggt er á LearnCove auk þess sem hópur sjúkraþjálfara hjá Fjarmeðferð nýtir hugbúnaðinn.

Sjá nánar á:  https://learncove.io/

HEITI VERKEFNIS: Markaðssókn LearnCove

Verkefnisstjóri: Aðalheiður Hreinsdóttir

Styrkþegi: Costner ehf.

Tegund styrks: Markaðsstyrkur

Fjöldi styrkára: 1

Fjárhæð styrks: 10 MILL ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI

Þetta vefsvæði byggir á Eplica