Mussila tónlistarskólinn/áskriftarmódelið - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

7.10.2020

Nýsköpunarfyrirtækið Mussila ehf. hefur lokið ferlinu sem fólst í markaðsstyrk Rannís. Markaðsstyrkurinn styrkti stöðu Mussila á markaði og hjálpaði styrkurinn fyrirtækinu til að kynnast notandanum enn betur og í dag er varan mun sterkari.

Logo tækniþróunarsjóðs

Í ferlinu kynntumst við vörunni okkar og viðskiptavinum betur og í dag vitum við nákvæmlega hver varan er og hvaða markaði hún hentar best. Einn af hverjum tíu notendum sem ná í smáforritið gerast áskrifendur, en ástæðan fyrir því er sú að þetta er gæðavara sem skilur kúnnana vel og notandinn fær það sem hann leitast eftir. Einnig má rekja árangurinn til þess að fyrirtækið fékk gott svigrúm til að vinna verkefnið betur vegna markaðstyrks Rannís.

Í þeim löndun sem samkomubann og skólalokun er í gildi hefur þörf fyrir stafrænar lausnir aukist til muna. Á sama tíma og efnahagslegur samdráttur ríkir í þjóðfélaginu, gengur fyrirtækjum sem sérhæfa sig í stafrænum lausnum jafnvel enn betur en áður. Sú er sannarlega raunin hjá íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Mussila ehf. Vinsældir forritsins hafa aukist til muna á undanförnum vikum og hefur áskriftarfjöldi kennsluforritsins Mussila meira en þrefaldast frá 1. mars 2020. Gífurleg aukning hefur verið í notkun smáforritsins í þeim löndum sem skólar eru lokaðir. Á þessum tímum kristallast mikilvægi menntunar og stafrænnar kennslu.

Mussila hefur hlotið mikla athygli á undanförnum vikum. Smáforritið var valið „App dagsins“ í Bretlandi og Írlandi 21-23. mars 2020 á App Store. Educational App Store setti þá Mussila efst á lista yfir tónlistarkennslu smáforrit fyrir börn. Vefmiðillinn Smart Local frá Singapore gefur Mussila frábær meðmæli og tilgreinir í því samhengi sértaklega fallega myndvinnslu. Hún ýti undir tónlistaráhuga barna og veiti innblástur. Menntamálastofnun Finnlands mælir með Mussila og segir það hágæða smáforrit fyrir heimakennslu. Rithöfundirinn Lucy Gill birti nýlega grein á Linkdln App Suggestions for Preschoolers in Lockdown, þar sem hún mældi sérstaklega með áskriftarleið Mussila fyrir foreldra ungra barna. LittleGuide Detroit fjallaði þá um Mussila og sagði forritið vera góða leið til að kenna börnum tónlist. Að lokum segir á slóvakísku vefsíðunni Satb.sk að Mussila sé besta tónlistarkennsluforritið fyrir börn.

Í dag er fyrirtækið í sterkri stöðu með skalanlegt auglýsingamódel. Með tilkomu markaðsstyrk Rannís náðum við markmiðinu að gera líftíma virði kúnnans hærra en kostnaðinn við að ná í hann. Með þessum niðurstöðum er framtíðin björt, við færumst nær því markmiði að verða sjálfbær rekstur og höfum alla burði til þess að verða leiðandi á sviði stafrænnar tónlistarkennslu fyrir börn í heiminum í dag.

Markaðsstyrkurinn hefur fært okkur enn nær markmiðinu okkar, að gera Mussila að sjálfbæru fyrirtæki.

Við erum sérstaklega þakklát þessum miðlum og fjölmiðlafólki sem veitir Mussila athygli á þessum erfiðu tímum. Teymið vinnur hörðum höndum heiman frá en aukin krafa er gerð til okkar að sinna þeim mikla fjölda áskrifenda. Næsta mál á dagskrá er að ráða inn þjónustufulltrúa. Arngerður María Árnadóttir tónlistarstjóri Mussila vinnur í sífellu í námsframvindunni en ný lög bætast við leikinn í hverri viku með myndvinnslu og grafík frá Ægi Erni Ingvasyni. Við tökum stöðufundi í upphafi hvers vinnudags með fjarfundarbúnaði og vinnum í sitthvoru lagi í stafrænum heimi og gerum okkar allra besta til að fylgja eftir þessari miklu eftirspurn til að gæða þessa daufu mánuði lífi, litum og umfram allt, tónlist fyrir tónelska krakka um allan heim.

Nánari upplýsingar er að finna á www.mussila.com

Heiti verkefnis: Mussila tónlistarskólinn/áskriftarmódelið
Verkefnisstjóri: Jón Gunnar Þórðarson
Styrkþegi: Mussila ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Fjöldi styrkára: 1

Fjárhæð styrks: 10 millj. kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica