Samfjármögnun/Partnerships

Grundvallarhugmyndin að baki samfjármögnunarverkefnum er að tryggja samstarf við hagaðila í þátttökulöndunum og eru verkefnin fjármögnuð í sameiningu; þannig kemur hluti styrkja úr áætluninni sjálfri Horizon Europe en hluti kemur frá samstarfsaðilum um alla Evrópu, opinberum aðilum jafnt sem einkaaðilum, atvinnulífi, rannsóknaráðum, háskólum, iðnaði og samtökum

Hér að neðan má kynna sér þær samfjármagnanir sem Rannís tekur þátt í:

Sérsniðnir styrkir til að takast á við áskoranir þéttbýlis! - DUT samfjármögnun

DUT styður við sveitastjórnir, samfélög, þjónustuaðila og borgara við að innleiða alþjóðleg markmið um sjálfbær og kolefnishlutlaus samfélög. DUT samfjármögnunarverkefnið leggur til tólin og tækin fyrir hagaðila að nota í átt að sjálfbærri framtíð og auknum lífsgæðum borgarbúa. Í boði eru styrkir, samræðuvettvangur, samráðsgátt ofl. til að ná sem mestum árangri. 

Driving Urban Transitions (DUT) er milliríkja samfjármögnunar-, rannsókna- og nýsköpunaráætlun sem tekur á helstu áskorunum þéttbýlis. Áætlað er að stofna til vistkerfis nýsköpunar þannig að allir hagaðilar í þéttbýli geti tekið þátt og gagnast af. Með 67 samstarfsaðilum frá 28 löndum tekur DUT samstarfið á þeim áskorunum sem evrópskar borgir standa frammi fyrir í viðleitni sinni til að verða sjálfbærar og auka lífsgæði borgaranna. DUT-samstarfið leggur einnig mikið af mörkum til “Mission” verkefna Evrópusambandsins, einnig til stefnumarkana þeirra eins og Climate-neutral and Smart Cities Mission of Climate-neutral Cities, European Green Deal, og Urban Agenda for the EU.

Aðilar undir DUT samfjármögnunar áætluninni þróa sameiginlega evrópska rannsókna- og nýsköpunarstefnu, hanna og innleiða köll og styrki og færa niðurstöður styrktra verkefna í framkvæmd. Meginmarkmið samstarfsins er að taka þátt í og ​​vinna með margvíslegum hagsmunaaðilum í þéttbýli til að finna lausnir, deila reynslu og sérfræðiþekkingu og efla þekkingu og góða starfshætti. Á þennan hátt hjálpar DUT samstarfið við að skapa borgir um alla Evrópu sem hafa að leiðarljósi inngildingu, öryggi, seiglu, loftslagshlutleysi og sjálfbærni.

Evrópusambandið hefur sett fram það háleita markmið að verða fyrsta kolefnishlutlausa heimsálfan árið 2050 og má sjá í stefnuskjalinu “European Green deal” ásamt því að einangraðri markmið og verkferlar eru settir fram í “Missions” og samfjármögnunarverkefnum.

Til að ná þessum markmiðum þarf að virkja öll tiltæk úrræði og þekkingu og til þess þarf fjölþjóðabandalag. Þörf er á sterkum og samþættum þekkingargrunni ekki aðeins frá stjórnvöldum og opinberum aðilum, heldur öllum hagaðilum samfélagsins. Jafnframt þarf að ýta rannsóknarniðurstöðum sem koma úr styrktum verkefnum í framkvæmd og vistkerfi þarf að vera til staðar til að styðja við nýsköpun í átt að sjálfbærri framtíð samfélaga.

DUT-samfjármögnunarverkefnið stefnir að því að ná þessum markmiðum með því að sameina innlendar stofnanir sem fjármagna rannsóknir , ráðuneyti og nýsköpunarstofnanir. Einnig að þróa evrópska rannsókna og nýsköpunarstefnu og forgangsraðanir fyrir þéttbýli sem og að auglýsa köll og koma á framfæri niðurstöðum rannsókna- og nýsköpunarverkefna.

Með þessu móti getur DUT samstarfið byggt á, nýtt og bætt við aðgerðir á landsvísu með því að setja upp sameiginlegan vettvang á alþjóðavísu. 

Frekari upplýsingar um DUT samfjármögnunarverkefnið:

Driving Urban Transitions to a sustainable future - DUT Partnership

Bláa hagkerfið – SBEP samfjármögnun

Megin sýn þessa samstarfsverkefnis er að stuðla að umbreytingu bláa hagkerfisins yfir í sjálfbært hagkerfi þar sem hafið er grunnþáttur þess. Hér er því um sérstaklega mikilvægan málaflokk fyrir hagkerfi okkar.

Bent er á að af fjórum áherslusviðum tekur Ísland þátt í þremur eða:

  1. Digital Twins of the Oceans (DTO) at regional sub basin scale
  2. Blue economy sectors, development of marine multi-use infrastructures
  3. Blue Bioresources

Nánari upplýsingar um samfjármögnuarverkefnið er að finna á vefsíðu verkefnisins:

The Sustainable Blue Economy Partnership

Nánari upplýsingar um kallið veita: Katrín Jónsdóttir og Sigurður Björnsson.

Orkuskipti - CET samfjármögnun

Orkuskipti- samfjármögnunaráætlunin (CET-P) er fjármögnuð sameiginlega af evrópusambandinu og fjármögnunarstofnunum í yfir 30 löndum, innan sem og utan evrópusambandsins með það í huga að skapa og hlúa að fjölþjóðlegum nýsköpunar og rannsóknar vistkerfi

Samfjármögnuarverkefnið miðar að því að styrkja umskipti hreinnar orku og vinna stíft að markmiði evrópusambandsins um að verða fyrsta loftslagshlutalausa heimsálfan 2050.

Þessi samfjármögnunaráætlun gerir landsbundnum og alþjóðlegum fjármögnunaraðilum kleift að sameina krafta, landsáherslur og fjármagn til að setja fram sameiginleg köll 2022-2027.

Verkefni sem íslenskir umsækjendur geta sótt um eru eftirfarandi:

  • Carbon capture, utilisation, and storage (CCUS) (module 4)

  • Hydrogen and renewable fuels (module 5)

  • Heating and cooling technologies (module 6)

  • Geothermal energy technologies (module 7)

Nánar um CET samfjármögnunarverkefnið á heimasíðu verkefnis:

Clean Energy Transition Partnership

Nánari upplýsingar um kallið veita: Katrín Jónsdóttir og Sigurður Björnsson








Þetta vefsvæði byggir á Eplica