Menntun til sjálfbærni

Fyrir hverja?

Markhópurinn eru kennarar á öllum skólastigum á Norðurlöndunum fimm (Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð) sem og á sjálfstjórnarsvæðunum Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. 

Búið verður til samstarfsnet yfirvalda menntamála, háskóla sem kenna kennaranemum​, annarra sérfræðinga á þessu sviði​, stofnana sem sjá um endurmenntun kennara, kennarasambanda, stúdentafélaga, annarra félaga ungs fólks, Norræna tengslanetsins um nám fullorðinna (NVL) og annarra hagsmunasamtaka. 

Til hvers?

Stefnt er að því að sjálfbær þróun verði samofin öllu námi barna jafnt sem fullorðinna. Norræna ráðherranefndin fjármagnar verkefnið sem, ásamt fimm öðrum verkefnum, er ætlað að styðja við þá framtíðarsýn að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði jarðar árið 2030. Verkefnið er hluti af norrænu áætluninni Sjálfbært líferni á Norðurlöndum (vefur á ensku).  

DK EN 

MellenesHvað er menntun til sjálfbærni?

Allir nemendur eiga að öðlast þá þekkingu og hæfni sem nauðsynleg er til þess að efla sjálfbæra þróun, meðal annars með menntun um sjálfbæran lífstíl, mannréttindi, jafnt aðgengi, menningu sem byggir á friði og alþjóðlegan þegnrétt. Þá er lögð áhersla á gildi margs konar menningarstarfsemi fyrir sjálfbæra þróun.

Menntun til sjálfbærni krefst heildrænnar nálgunar þar sem tillit er tekið til allra þátta sjálfbærs samfélags með skilningi á jafnvægi vistkerfa, líffræðilegum fjölbreytileika, nýtingu auðlinda, loftslagi og velferð. Menntun til sjálfbærni gerir ráð fyrir samvinnu einstaklinga utan og innan skólans og við samfélag nær og fjær.

Hvert er markmiðið?

Markmið verkefnisins er að þróa samstarfsnet sem mun samþætta sjálfbæra þróun við kennslu allra skólastiga.

Reynt verður að fá svar við eftirfarandi spurningum:

  • Er hægt að vefa rauðan þráð frá leikskóla til fullorðinsfræðslu þar sem þekking um sjálfbæra þróun vex jafnt og þétt?

  • Hvað þurfa kennarar og annað starfsfólk menntageirans að læra til þess að verða enn færari í að koma fróðleik um sjálfbæran lífstíl á framfæri við nemendur?

  • Á hvers konar kennslu- og uppeldisfræði er þörf til þess að ná utan um hinar flóknu spurningar sem vakna í huga nemenda á ólíkum aldri og hvaða lausnir henta best?
  • Hvaða hlutverki gegna menntastofnanir í nauðsynlegri hugarfarsbreytingu til þess að gera Norðurlöndin sjálfbær?
  • Hvaða hindranir eru á veginum í átt að sjálfbærni?
  • Hvernig er hægt að styrkja rödd barna og ungs fólks í þróun í átt að sjálfbærni?

Hvaða möguleika býður samvinna við nærsamfélag og atvinnulíf upp á?

Viðburðir: 

2022: Ráðstefnan "Fremtidens lærerrolle i Norden" í Osló 7.-8. september                                            2023: Ráðherrafundur um menntamál á Íslandi 3. maí                                                                          2023: Norræn ungmennaráðstefna á Íslandi 1.-3. nóvember                                                                 2024: Lokaviðburður í Svíþjóð (TBC)

RokasHlutverk Rannís

Rannís leiðir verkefnið Menntun til sjálfbærni fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar.

Öllum verkefnunum sex um sjálfbærni er stýrt af Menntunar- og rannsóknardeild Norrænu  ráðherranefndarinnar í samvinnu við ýmsar nefndir og ráð sem heyra undir Norrænu ráðherranefndina.

 Samhæfing þessara sex verkefna er í umsjá Nordregio, sem er stofnun undir Norrænu ráðherranefndinni, staðsett í Svíþjóð. 

Sustainable-living-logo_RGB_IS

Nánari upplýsingar








Þetta vefsvæði byggir á Eplica