Spurt og svarað

Vinsamlegast hjálpið okkur að uppfæra þessa síðu um „spurt og svarað“. Sendið okkur línu ef þið eruð með spurningu almenns eðlis og finnið ekki svar við henni hér eða fannst svarið ekki nógu skýrt.

Senda spurningu/ábendingu

Hverjir geta sótt í Bókasafnasjóð?

  • Öll bókasöfn sem falla undir bókasafnalög og reglur bókasafnasjóðs geta sótt um styrki, ein eða með öðrum bókasöfnum eða með öðrum aðilum sem hafa það að markmiði að efla bókasöfn í landinu. 

Má sækja um á ensku?

Hvaða vafra á að nota?

  • Fyrir Windows notendur mælum við með Google Chrome. Fyrir Mac mælum við með nýjum útgáfum af Safari.
  • Ekki vera með meira en eina umsókn opna í einu.

Hvernig er umsóknarkerfið?

  • Notast er við rafræn skilríki í snjallsíma eða íslykil. Hægt er að stofna fleiri en eina umsókn.
  • Umsókn verður ekki gild fyrr en ýtt er á „senda inn“ á lokasíðu umsóknarformsins. Þar er hægt að skoða umsókn í pdf skjali.
  • Vistið eftir hvert skref (síðu) í umsóknarforminu.
  • Ef farið er út úr umsókn er hægt að fara inn aftur á mínum síðum. „Umsóknir í vinnslu“ er fremst þegar komið er inn á mínar síður.
  • Umsóknarblaðið leiðir umsækjanda áfram og margir reitir eru skyldureitir – úthlutanir fyrri ára koma sjálfkrafa fram á kt. styrkþega.
  • Aðgang að umsóknarkerfinu er að finna á forsíðu sjóðsins.

Hver er umsóknarfrestur? Get ég lent í vandræðum á lokadegi.

  • Umsóknarfrestur er í mars ár hvert frá og með árinu 2022 en árið 2021 er hann í september, sjá nánar á forsíðu sjóðsins .
  • Eindregið er mælt með að sækja um með góðum fyrirvara og forðast tímaþröng á síðasta degi.
  • Á lokadegi getur kerfið verið þungt í vöfum vegna álags og hugsanlega leitt til vandræða við frágang umsóknar.
  • Ef umsækjandi er að senda umsókn á síðustu stundu og lendir í tæknilegum vandræðum tengdum umsóknarkerfi Rannís þarf að TILKYNNA það með tölvupósti ÁÐUR EN UMSÓKNARFRESTI LÝKUR og helst að láta skjáskot sem sýna vandamálið fylgja með. Tilkynningar um tæknileg vandamál sem berast eftir að umsóknarfrestur er liðinn verða ekki teknar til greina.
  • Vandamál ótengd umsóknarkerfi Rannís eru að öllu jöfnu ekki tekin til greina og vísað til þess að opið er fyrir umsóknir í 6 vikur eða lengur. Tilkynningar um slík vandamál sem berast eftir umsóknarfrest eru ekki teknar til greina.

Fylgigögn – hvernig á að skila þeim?

  • Fylgigögn verða að koma með umsókninni í gegnum umsóknarkerfið.
  • Ekki er tekið á móti fylgigögnum eftir að umsóknarfrestur er liðinn.

Ég get ekki sent umsóknina inn

  • Þegar komið er á lokasíðu getur birst rauð vísun í einhverja síðu umsóknarinnar, þá átt þú eftir að klára eitthvað í umsókninni á þeirri síðu sem vísað er til.
  • Ef eitthvað annað er að hindra sendingu hafðu þá samband í síma 5155838 eða 5155839
  • Ef umsækjandi er að senda umsókn á síðustu stundu og lendir í tæknilegum vandræðum tengdum umsóknarkerfi Rannís þarf að TILKYNNA það með tölvupósti ÁÐUR EN UMSÓKNARFRESTI LÝKUR og helst að láta skjáskot sem sýna vandamálið fylgja með. Tilkynningar um tæknileg vandamál sem berast eftir að umsóknarfrestur er liðinn verða ekki teknar til greina.
  • Vandamál ótengd umsóknarkerfi Rannís eru að öllu jöfnu ekki tekin til greina og vísað til þess að opið er fyrir umsóknir í 6 vikur eða lengur. Tilkynningar um slík vandamál sem berast eftir umsóknarfrest eru ekki teknar til greina.

Hvernig veit ég að umsókn mín er móttekin?

  • Þegar umsókn hefur verið send inn í sjóð, fær umsækjandi svar í netfang sitt ásamt pdf formati af umsókn. ATH: Stundum fer svar í ruslsíu póstforrits.
  • Ef póstur berst ekki, er hægt að sjá innsendar umsóknir á mínum síðum. Farið inn á Mínar síður og þar í Umsóknir > Innsendar. Sé umsóknin þar er hún móttekin. Einnig er hægt að skoða PDF þar.

Hvenær get ég átt von á svari?

  • Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir að jafnaði innan tveggja mánaða eftir að umsóknarfresti lýkur. Allir umsækjendur fá svör í tölvupósti. Úthlutun mun einnig birtast á heimasíðu Rannís og MRN.

Áfanga- og/eða lokaskýrsla

  • Almennt gildir að hafi styrkþegi fengið styrk áður úr Bókasafnasjóði þarf að vera búið að skila lokaskýrslu fyrir það verkefni áður en ný umsókn er tekin til umfjöllunar.
  • Ef styrkþegi fékk úthlutun til verkefnis sem náði til meira en eins árs tímabils skal skila áfangaskýrslu vegna þess verkefnis áður en ný umsókn er tekin til umfjöllunar.
  • Nánari upplýsingar um skýrslur hér .

Hvernig er stjórn sjóðsins skipuð?








Þetta vefsvæði byggir á Eplica