Rannís - Rannsóknamiðstöð Íslands

Forsíðuborðar

Þjónusta, stuðningur og styrkir

Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda og nýsköpunar, menntunar og menningar, æskulýðsstarfs og íþrótta.

...Fréttir

30.11.2015 : Fjörutíu ný Cost verkefni samþykkt

Fjörutíu ný COST verkefni hafa verið samþykkt. Tilgangur COST verkefna er að byggja upp samstarfsnet rannsakenda í Evrópu á ákveðnum rannsóknasviðum. Þátttakendur í COST verkefnum skiptast á reynslu og niðurstöðum í gegnum fundi og ráðstefnur, vinnustofur og heimsóknir. 

Lesa meira

30.11.2015 : Vel heppnað afmælisþing!

Góður rómur var gerður að afmælisþingi sem Rannís stóð fyrir fimmtudaginn 26. nóvember sl. Gestum gafst kostur á að skyggnast inn í heim rannsókna, nýsköpunar, menntunar og menningar, rifja upp söguna og horfa til framtíðar í máli og myndum.

Lesa meira

25.11.2015 : Sesselja Ómarsdóttir og Egill Skúlason hljóta Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs 2015

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs voru afhent á sérstöku afmælisþingi Rannís fimmtudaginn 26. nóvember, en um þessar mundir eru 75 ár síðan Rannsóknaráð Íslands var stofnað með lögum árið 1940. Á þessum tímamótum var farið yfir söguna og hlutverk Rannís í dag, auk þess sem tveir ungir vísindamenn hlutu Hvatningarverðlaunin.

Lesa meira

20.11.2015 : Kynning á H2020 áætlun um umhverfi, loftslagsmál og auðlindir

Miðvikudaginn 2. desember  kl. 14:00 – 16:00 verður kynning á einni af samstarfsáætlunum Evrópusambandsins, Umhverfi, loftslagsmál og auðlindir.  Kynningin verður í fundarsal á 6. hæð, Borgartúni 30.

Lesa meira

16.11.2015 : Sögulegt afmælisþing!

Um þessar mundir eru 75 ár frá því að Rannsóknaráð ríkisins var sett á stofn með lögum árið 1940. Í sögulegu samhengi eru Rannís og Vísinda- og tækniráð beinir arftakar þess hlutverks sem ráðið var stofnað til í upphafi.

Lesa meira

Fréttasafn
Þetta vefsvæði byggir á Eplica