Tónlistarráð

Mennta- og menningamálaráðherra skipar sjóðnum þriggja manna tónlistarráð til þriggja ára í senn. Einn stjórnarmaður er tilnefndur af Samtóni og tveir skipaðir án tilnefningar. Tónlistarráð gerir tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um úthlutun, sem úthlutar styrkjum úr Tónlistarsjóði. Fjárveiting sjóðsins er ákveðin í fjárlögum hvers árs.

Tónlistarráð auglýsir eftir umsóknum tvisvar á ári, á vorin og haustin. Umsóknarfrestur vegna verkefna fyrri hluta árs er í nóvember árið á undan og seinni umsóknarfrestur vegna verkefna seinni hluta árs er í maí.

Styrkir úr Tónlistarsjóði skulu veittir til ákveðinna verkefna og að jafnaði ekki lengur en til eins árs í senn. Að jafnaði er hvorki gert ráð fyrir styrkveitingum til rekstrar og umsýslu samtaka, fyrirtækja og stofnana, sem hljóta regluleg rekstrarframlög, né til verkefna eða viðburða sem þegar hafa átt sér stað.

Tónlistarráð er þannig skipað:

  • Arndís Björk Ásgeirsdóttir formaður skipuð án tilnefningar,
  • Freyr Eyjólfsson, skipaður án tilnefningar,
  • Aðalheiður Þorsteinsdóttir, tilnefnd af Samtóni.

Varamenn eru:
  • Elfa Lilja Gísladóttir skipuð án tilnefningar,
  • Sigtryggur Baldursson skipaður án tilnefningar,
  • Hildur Kristín Stefánsdóttir, tilnefnd af Samtóni.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica