Doktorsnám hjá EMBO - sameindalíffræðistofnun Evrópu

24.1.2006

EMBO Long-term Fellowships eru styrkir æltaðir ungum vísindamönnum sem lokið hafa doktorsprófi.  Styrkir þessir eru til eins og tveggja ára og greiða ferða- og dvalarkostnað umsækjanda og fjölskyldu hans allt styrktímabilið.  Umsóknarfrestur er til 15. febrúar og 15. ágúst ár hvert.

EMBO Long-term Fellowships eru styrkir ætlaðir ungum vísindamönnum sem lokið hafa doktorsprófi. Styrkir þessir eru til eins og tveggja ára og greiða ferða- og dvalarkostnað umsækjanda og fjölskyldu hans allt styrktímabilið.  Umsóknarfrestur er til 15. febrúar og 15. ágúst ár hvert.
Upplýsingar má finna á vefsíðunni www.embo.org/fellowships/long_term.html

EMBO Short term Felloships eru styrkir ætlaðir til styttri dvalar til að læra nýjar aðferðir/tækni á sviði sameindalíffræði og skyldra greina.  Hvatt er til samstarfsverkefna.  Styrkurinn greiðir ferða- og davarkostnað umsækjanda.
Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðunni: www.embo.org/fellowships/short_term.html
Unnt er að sækja um hvenær sem er.

Nánari upplýsingar veitir fulltrúi Íslands í stjórn EMBL, Eiríkur Steingrímsson, sími 525-4270, netfang: eirikurs@hi.is

Menntamálaráðuneytið 22.janúar 2006









Þetta vefsvæði byggir á Eplica