NORFACE styrkir félagsvísindi

6.2.2006

NORFACE er samstarf 12 stofnana í Evrópu sem styrkja rannsóknir í félagsvísindum. Nú auglýsir NORFACE eftir umsóknum um styrki til að halda rannsóknamálþing og umsóknum um styrki úr nýrri rannsóknaáætlun.

Hægt er að sækja um styrki til að halda rannsóknamálþing á tveimur sviðum:

  • Immigration and Demographic Challenges in Europe
  • Social Aspects of Language Diversity

Krafist er þátttöku vísindamanna frá í það minnsta 5 af 12 löndum sem eiga aðild að NORFACE. Umsóknafrestur rennur út 1. apríl 2006.

 NORFACE auglýsir líka eftir umsóknum um styrki úr nýrri rannsóknaáætlun. Titill áætlunarinnar er: Re-emergence of Religion as a Social Force in Europe.

Krafist er þátttöku vísindamanna frá í það minnsta 3 af 12 NORFACE þátttökulöndum. Hámarksupphæð styrkja er 500.000€ fyrir hvert samstarfsverkefni. Frestur til að skila umsóknum rennur út 31. mars 2006.

Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu NORFACE, www.norface.org, eða hjá Eiríki Smára Sigurðarsyni hjá Rannís (eirikur@rannis.is).









Þetta vefsvæði byggir á Eplica