EMBO styrkir og námskeið á sviði sameindalíffræði

17.2.2006

EMBO skipuleggur á hverju ári fjölda námskeiða, ráðstefna og vinnustofa í samstarfi við leiðandi vísindamenn á hverju sviði.  Á síðustu árum hafa nokkrir íslenskir nemendur farið á slík námskeið og ástæða til að hvetja til frekari sóknar.  Á þessu ári verða haldin mörg áhugaverð námskeið.

Sjá hér um áhugaverð námskeið.

EMBO Young Investigator Programme eru styrkir ætlaðir ungum lífvísindamönnum sem eru að koma sér fyrir í stöðu við háskóla eða rannsóknastofnun, eftir að hafa lokið postdoc eða sambærilegri reynslu.  Umsóknirnar verða metnar af EMBO en menntamálaráðuneytið greiðir styrkinn, ef einhverjir starfandi hérlendis hljóta hann (um 15.000 evrur) en auk þess leggur EMBO fram ýmis hlunnindi.  Hér er um mikilvæga viðbót við styrkjaflóruna hér heima að ræða, sérstaklega fyrir þá sem eru að koma sér fyrir í nýju starfi.  Frekari upplýsingar um styrki þessa er að finna á vefsíðunni http://www.embo.org/yip/index.html  Sækja þarf um fyrir 1. apríl.

  EMBO Short term fellowships eru styrkir ætlaðir til styttri dvalar til að læra nýjar aðferðir/tækni á sviði sameindalíffræði og skyldra greina.  Hvatt er til samstarfsverkefna.  Styrkurinn greiðir ferða og dvalarkostnað umsækjenda.  Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðunni:  http://www.embo.org/fellowships/short_term.html  Unnt er að sækja um hvenær sem er.

EMBO styrkir til að greiða fyrirlesurum á ráðstefnum

Þeir sem eru að skipuleggja ráðstefnur á sviði sameindalíffræði og skyldra greina geta sótt um EMBO lecture eða EMBO Young Investigator Lectures styrki.  EMBO Lecture felst í því að EMBO Member (þeir eru nú 1200 talsins) er fenginn til að halda fyrirlestur á ráðstefnu sem ætlunin er að halda á Íslandi eða einhverju EMBC landanna.  Styrkurinn greiðir fargjald og uppihald viðkomandi fyrirlesara og er fyrirlesturinn auglýstur sem EMBO Lecture.   Sjá frekari upplýsingar á http://www.embo.org/about_embo/lectures.html

Frekari upplýsingar veitir Eiríkur Steingrímsson  eirikurs@hi.is, 525 4270

 

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica