Rannsóknanámsstyrkur MEXT - Monbukagakusho Scholarship

8.3.2006

Ráðuneyti menntunar, rannsókna, íþrótta, menningar og tækni í Japan (MEXT) veitir Monbukagakusho rannsóknanámsstyrkinn.  Það eru sendiráð Japans og ræðismannaskrifstofur sem hafa umsjón með úthlutun í hverju landi.
Eingöngu umsækjendur sem búa utan Japans geta sótt um styrkinn og eingöngu  í sendiráðum Japans í viðkomandi heimalandi.  Íslenskir umsækjendur geta snúið sér til sendiráðs Japans í Reykjavík. 

 

Rannsóknanámsstyrkur (Research Student program)
Umsóknartími - snemma sumars (upplýsingar hjá japanska sendiráðinu í Reykjavík) 18 mánaða til 2 ára námsstyrkur (þar með talið 6 mánaða tungumálanám) fyrir nema með B.A eða B.S. háskólagráðu sem hyggja á rannsóknir eða stefna á masters- eða doktorsnám.

Innifalið í styrknum er:
·         Öll námsgjöld
·         Fullt fargjald
·         YEN 175.000 á mánuði í dagpeninga (ca. ISK 100.000.-)
·         Flutningsstyrkur
·         Húsnæði

Tilhögun umsóknar:

 Upplýsingar:
Senda tölvupóst til japan@itn.is eða fá frekari upplýsingar í  japanska sendiráðinu í Reykjavík um Monbukagakusho námsstyrkinn.
Þar fást umsóknarform og leiðbeiningar um útfyllingu þess. 
Hjá sendiráðinu eru áhugasamir settir á lista og þeim tilkynnt hvernær sendiráðið opnar fyrir viðtöku á umsóknum.

Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar.
Umsóknafrestur er 1 - 2 mánuðir, þar sem umsóknaferlið er tiltölulega umfangsmikið.
Umsækjendur við Rannsóknarnámsstyrkinn (Research Student Program) skila umsóknum u.þ.b. 6-12 mánum fyrir raunverulega brottför til Japan.

Skil á umsóknarformum.
Senda má útfyllt umsóknarform með pósti eða boðsenda til japanska sendiráðsins í Reykjavík fyrir umsamin umsóknarfrest.  Ekki verður tekið við umsóknum eftir að umsamin umsóknarfrestur er útrunninn.

Mat á umsóknum.
Umsækjendum verður raðað í viðtalsröð við fulltrúa japanska sendiráðisins.  Umsækjendur munu einnig þurfa að gangast undir japönsku próf.

Japanska sendiráðið
Laugavegi 182
105 Reykjavík
Sími: + 354 510 8600
Fax:  + 354 510 8605
Netfang: japan@itn.is

Nytsamar heimasíður:
Japan Student Service Organization               www.jasso.go.jp/study_j/index_e.html
Study in Japan Comprehensive Guide            www.studyjapan.go.jp
The Japan Foundation                                       www.jpf.go.jp

 

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica