Styrkir til menntamála og rannsóknarverkefna í samstarfi eða í tengslum við japanska aðila.

12.3.2006

Íslandsdeild Scandavia-Japan Sasakawa foundation mun á árinu 2006 veita nokkra styrki til að efla tengsl Íslands og Japans. Aðallega verða veittir styrkir til menntamála og rannsóknarverkefna. Styrki þessa má veita stofnunum og einstaklingum.

Íslandsdeild Scandavia-Japan Sasakawa foundation mun á árinu 2006 veita nokkra styrki til að efla tengsl Íslands og Japans. Aðallega verða veittir styrkir til menntamála og rannsóknarverkefna. Styrki þessa má veita stofnunum og einstaklingum.

 

Styrkirnir eru til verkefna í samstarfi  eða í tengslum við japanska aðila. Veittir eru ferðastyrkir, námsstyrkir og styrkir til skammtímadvalar í Japan.

 

Í umsókn sem verður að gera á ensku, sænsku, norsku, eða dönsku, skal gefa stutta en greinar-góða lýsingu  á fyrirhuguðu verkefni ásamt fjárhagáætlun og meðmælum a.m.k. tveggja umsagnaraðila. Auk þess verður að fylgja náms og starfsferill umsækjanda og staðfesting frá samstarfsaðila í Japan og/eða þeim tengilið, sem skipuleggur dvölina þar.

 

Fyrir hönd fulltrúa Íslands í stjórn Scandinavia-Japan Sasawaka Foundatin tekur ritari Íslandsdeildar, Helga Magnússon,Skeiðarvogur 47, 104 Reykjavík, sími 553 7705, fax 553 7570,tölvupóstur magmag@hi.is, við umsóknum og veitir allar frekari upplýsingar. Umsóknir skulu berast fyrir 26. mars 2006.

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica