Auglýst eftir alþjóðlegum umsóknum á sviði matvælarannsókna

4.5.2006

Rannís auglýsir eftir umsóknum til rannsóknaverkefna á sviði matvælarannsókna (food for better health) sem unnin eru í samvinnu við fyrirtæki eða stofnanir frá Frakklandi, Spáni, Finnlandi, Noregi eða flæmska hluta Belgíu. 

Íslensk fyrirtæki eða stofnanir geta sótt um styrki úr Tækniþróunarsjóði til að greiða hluta kostnaðar við alþjóðleg rannsóknaverkefni á sviði matvælarannsókna (food for better health).  Tekið verður við umsóknum frá 2. maí til 15. september 2006 en umsækjendum gefst einnig kostur á að senda inn forumsóknir (pre-proposals) til 1. júní nk. 

Íslenskar umsóknir skulu unnar skv. reglum Tækniþróunarsjóðs en auk þess er gert ráð fyrir að verkefni séu unnin í samvinnu a.m.k. þriggja aðila, þ.e. einnar rannsóknastofnunar og tveggja lítilla eða meðalstórra fyrirtækja, frá ofangreindum ríkjum. 

Gert er ráð fyrir að úthlutað verði allt að fimm milljónum evra til verkefna sem unnin verða á næstu tveimur árum.  Heildarkostnaður við hvert verkefni er áætlaður frá 0.3 - 1 milljónar evra.

Tekið skal fram að gefin eru stig fyrir alþjóðlegt samstarf við mat á verkefnum hjá Tækniþróunarsjóði.

Hér er að finna kynningarbækling fyrir hugsanlega þátttakendur en leiðbeiningar fyrir umsækjendur, umsóknargögn o.fl. er að finna á slóðinni:  http://www.era-sme.net/public/JointCall_2006/

Allar frekari upplýsingar veitir Þorsteinn Brynjar Björnsson á alþjóðasviði Rannís í síma 515-5800.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica