Ráðstefna um íslenska tungutækni 2006

11.5.2006

Tungutæknisetur, sem er samstarfsvettvangur Málvísindastofnunar Háskóla Íslands, Orðabókar Háskólans og tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík, gengst fyrir ráðstefnunni "Íslensk tungutækni 2006" þriðjudaginn 23. maí kl. 13:00-17:30. Ráðstefnan verður haldin í Háskólanum í Reykjavík.

Tungutæknisetur, sem er samstarfsvettvangur Málvísindastofnunar Háskóla Íslands, Orðabókar Háskólans og tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík, gengst fyrir ráðstefnunni "Íslensk tungutækni 2006" þriðjudaginn 23. maí kl. 13:00-17:30. Ráðstefnan verður haldin í Háskólanum í Reykjavík.

Dagskráin er á www.tungutaekni.is/news/tt2006.pdf

 

Tilgangur ráðstefnunnar er annars vegar að kynna Tungutæknisetrið og þau verkefni sem aðstandendur þess vinna að, og hins vegar að kynna og sýna nokkur dæmi um íslenska tungutækni í verki - dæmi þar sem uppbygging undanfarinna ára á gagnasöfnum og tólum nýtist fyrirtækjum í markaðsvörum og þjónustu.

Ráðstefnan er öllum opin og þátttökugjald er ekkert, en æskilegt er að tilkynna þátttöku fyrir 20. maí til Eiríks Rögnvaldssonar (eirikur@hi.is, s.525-4403). Sjá einnig www.tungutaekni.is.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica