Kynningarfundur um umsóknarferli Þróunarsjóðs EFTA 20.6.2006

15.6.2006

Þriðjudaginn, 20. júní stendur utanríkisráðuneytið fyrir kynningarfundi um Umsóknarferli Þróunarsjóðs EFTA.   Ágústa Ýr Þorbergsdóttir, fulltrúi Þróunarsjóðs EFTA í Brussel, heldur kynninguna og fer í gegnum

Eins og kunnugt er var Þróunarsjóður EFTA stofnaður í þeim tilgangi að jafna efnahagslegan og félagslegan mismun á EES-svæðinu. Þau ríki sem eiga rétt á styrkjum úr sjóðnum eru Spánn, Portúgal, Grikkland auk hinna nýju aðildarríkja ESB (Eistland, Lettland, Litháen, Kýpur, Malta, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland, Ungverjaland).

Formlega verða fyrirtæki og stofnanir í þessum löndum að vera í forsvari fyrir umsókn um styrk til stjórnvalda í sínu landi. Íslensk fyrirtæki eru hvött til að skoða vel hugsanleg viðskiptatækifæri og samstarfsverkefni sem í boði eru í þessum löndum. Áreiðanlegir samstarfsaðilar og vel gerð umsókn eru mikilvægir þættir í því ferli sem felst í að sækja um styrk til Þróunarsjóðs EFTA.

Þriðjudaginn, 20. júní stendur utanríkisráðuneytið fyrir kynningarfundi um Umsóknarferli Þróunarsjóðs EFTA.   Ágústa Ýr Þorbergsdóttir, fulltrúi Þróunarsjóðs EFTA í Brussel, heldur kynninguna og fer í gegnum umsóknarferlið. Umsóknarferlið getur verið mismunandi eftir löndum en farið verður almennt yfir ferlið og dæmi tekin til nánari skoðunar.

Aðgangur er ókeypis og öllum er heimil þátttaka. Vinsamlega skráið þátttöku á netfangið: berglind@mfa.is

Fundurinn verður haldinn í utanríkisráðuneytinu að Rauðarárstíg 25.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica