Námskeið um 7. rannsóknaáætlun ESB - fullbókað

27.6.2006

Sean McCarthy frá Hyperion Ltd. mun halda námskeið fyrir væntanlega þátttakendur í 7. rannsóknaáætlun ESB sem mun auglýsa eftir umsóknum í byrjun árs 2007.  Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 4. júlí, kl. 9.00-15.00, í stofu 101 í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2.

Rammaáætlun Evrópusambandsins um rannsóknir og þróun er stærsta rannsóknaáætlun sem Ísland á aðild að.  Í janúar 2007 opna fyrstu umsóknafrestir en áætlunin hefur yfir 54 milljarða evra til ráðstöfunar í rannsókna- og þróunarverkefni til ársins 2013.

Að því tilefni standa Rannís, Rannsóknaþjónusta Háskóla Íslands, Rannsóknaþjónusta Háskólans í Reykjavík og IMPRA fyrir námskeiði um hvernig vísindamenn, fyrirtæki og stofnanir geta undirbúið þátttöku í áætluninni.  Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Dr. Sean McCarthy frá Hyperion Ltd., eftirsóttur ráðgjafi á þessu sviði sem unnið hefur fyrir marga af helstu háskólum í Evrópu, rannsóknastofnanir og ráðuneyti sem fara með stefnumörkun í vísindum og tækni.

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.  Þátttökugjald er kr. 25.000.  Innifalið eru námskeiðsgögn og veitingar.  Frestur til að skrá sig er 30. júní 2006.  Skráning fer fram hjá Ásu Hreggviðsdóttur í síma 515 5811 eða með tölvupósti á asa@rannis.is

Dagskrá:
1.  Yfirlit yfir 7. rannsóknaáætlun Evrópusambandsins
2.  Markmið áætlunarinnar og bakgrunnur
3.  Undirsvið 7. rannsóknaáætlunar ESB
4.  Tegundir verkefnisstyrkja
5.  Hlutverk evrópskra tæknivettvanga (Technology Platforms)
6.  Grunnrannsóknir í 7. rannsóknaáætlun ESB
7.  Samkeppnis- og nýsköpunaráætlun ESB
8.  Þín stefnumörkun fyrir 7. rannsóknaáætlun ESB 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica