Teiknisamkeppni barna: Vísindamaðurinn minn

8.8.2006

Í tilefni af Vísindavöku 22. september efnir RANNÍS til teiknisamkeppni barna frá 9-11 ára.  Þema keppninnar er "Vísindamaðurinn minn" og er leitað að því hvernig börn sjá hinn íslenska vísindamann fyrir sér.

Myndin sendist til:

Teiknisamkeppni barna, Vísindavaka, RANNÍS, Laugavegi 13, 101 Reykjavík.

Merkja þarf myndina með fullu nafni barns, aldri, heimilisfangi og símanúmer/netfangi ásamt nafni forráðamanns.

Vegleg verðlaun verða veitt á Vísindavökunni í Listasafni Reykjavíkur 22 . september.

Síðasti skiladagur er 8. september 2006.

Frekari upplýsingar veitir Ása Hreggviðsdóttir hjá alþjóðasviði RANNÍS, asa@rannis.is eða í síma 515 5811.

Dómnefnd: Georg Guðni Hauksson myndlistamaður, Steinunn Haraldsdóttir, blaðamaður og Hjördís Hendriksdóttir sviðstjóri.

Sjá auglýsingu









Þetta vefsvæði byggir á Eplica