Wood-Whelan Research Fellowships - rannsóknastyrkir til lífefnafræðinga

23.8.2006

The International Union of Biochemistry and Molecular Biology (IUBMB) og International Council of Scientific Unions (ICSU) veita styrki sem kenndir eru við Harland G. Wood fyrrverandi forseta alþjóðalífefnafræði- og sameindalíffræðisambandsins (IUBMB) og William J. Whelan fyrrverandi aðalritara þess.

 

Á heimasíðu IUBMB er að finna allar nánari upplýsingar.
Veffang IUBMB er: http://www.iubmb.org eða http://www.iubmb.org/Standing_Orders/Guidelines/Guidelines_Wood.htm  

Skilyrði: Styrkirnir eru ætlaðir ungum lífefnafræðingum sem þurfa að heimsækja rannsóknastofur í öðrum löndum, einkum til að notfæra sér sérstaka aðstöðu eða til rannsóknasamvinnu og þjálfunar. Við styrkveitingu er tekið mið af hæfni umsækjanda, mikilvægi ferðarinnar fyrir rannsóknirnar og öðrum styrkjum sem umsækjandi nýtur til fararinnar. Styrkirnir eru ekki veittir til að sækja námskeið eða fundi.

 Styrkfjárhæð: Styrkirnir eru veittir til eins til fjögurra mánaða dvalar. Styrkjunum er ætlað að mæta ferðakostnaði og öðrum útgjöldum að hámarki 3.000 USD.  Veittir eru um 15 styrkir árlega.

 Styrkir þessir voru fyrst veittir árið 1993.  Nú hafa meira en eitt hundrað ungir vísindamenn fengið þá.  Íslendingar hafa þrisvar fengið styrki.

 Umsóknarfrestur: Umsóknir má senda hvenær sem er, en þær skulu hafa borist formanni úthlutunarnefndar, Jacques-Henry Weil, eigi síðar en tveimur mánuðum áður en fyrirhuguð rannsóknadvöl hefst.

Þessir taka við umsóknum og veita nánari upplýsingar:

Dr. Jacques-Henry Weil, formaður,
Centre National de la Recherche Scientifique,
Institut de Biologie Moleculaire des Plantes (IBMP),
12 rue du General Zimmer,
F-67084 Strasbourg,
Frakklandi,
sími: 00-33-3-88-417-238; fax: 00-33-3-88-614-442,
tölvupóstur:  Jacques-Henry.Weil@ibmp-ulp.u-strasbg.fr

Dr. M. Iqbal Parker,
Division of Medical Biochemistry,
Faculty of Health Sciences,
University of Cape Town,
Observatory 7925,
Cape Town,
Suður-Afríku,
sími:  00-27-21-406 6259;
fax: +27-21-406 6060,
tölvupóstur: mparker@curie.uct.ac.za  

Dr. Avadhesha Surolia,
Molecular Biophysics Unit,
Indian Institute of Science,
Bangalore 560 012,
Indlandi,
sími: 00-91-80-2932460, 2932714, 2932389;
fax: 00-91-80-3600535, 3600683, 3600085
tölvupóstur: surolia@mbu.iisc.ernet.in 

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica