Verðlaun RANNÍS fyrir framlag til vísindamiðlunar

29.8.2006

RANNÍS óskar eftir tilnefningum um verðlaunahafa frá hvaða sviði vísinda, tækni og fræða sem er. Öllum er heimilt að senda inn tilnefningar til verðlaunanna. Með tilnefningu skal fylgja lýsing á viðkomandi framlagi.

Vísindamiðlunarverðlaun RANNÍS eru veitt einstaklingi fyrir sérstakt framlag til vísindamiðlunar.  Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi vísindamiðlunar til samfélagsins til þess m.a. að auka skilning almennings á vísindum, tækniþróun og nýsköpun. 

Verðlaunin eru 500 þúsund krónur og verða afhent á árlegum degi evrópskra vísindamanna sem að þessu sinni verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 22. september.

RANNÍS óskar eftir tilnefningum um verðlaunahafa frá hvaða sviði vísinda, tækni og fræða sem er. Með framlagi til vísindamiðlunar er átt við sérstakt framtak sem miðar að því að auka skilning og áhuga almennings á öllum aldri á vísindum og nýsköpun og  mikilvægi þeirra í nútímasamfélagi. Öllum er heimilt að senda inn tilnefningar til verðlaunanna. Með tilnefningu skal fylgja lýsing á viðkomandi framlagi.

 

Við mat á tilnefningum til verðlaunanna verður tekið tillit brautryðjendastarfs, frumleika og árangurs framlags til vísindamiðlunar.

Dómnefnd skipa:  Edda Lilja Sveinsdóttir frá vísindaskrifstofu menntamálaráðuneytisins, Viðar Hreinsson framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar og Hjördís Hendriksdóttir sviðstjóri alþjóðasviðs RANNÍS.

Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 15 september 2006.
Tilnefningum má skila inn til  RANNÍS, Laugavegi 13, 101 Reykjavík eða með tölvupósti til rannis@rannis.is merkt Vísindamiðlunarverðlaun.

 

 

 

 

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica