Nýr umhverfis- og orkurannsóknasjóður

8.9.2006

Orkuveita Reykjavíkur, ásamt háskólunum á höfuðborgarsvæðinu, hefur stofnsett sjálfstæðan sjóð sem ætlað er að vera samstarfsvettvangur um orku- og umhverfisrannsóknir. Stofnfjárframlag sjóðsins er eitt hundrað milljónir króna og er stefnt að því að Orkuveitan leggi um hálft prósent af tekjum sínum til sjóðsins árlega.

Orkuveita Reykjavíkur, ásamt háskólunum á höfuðborgarsvæðinu, hefur stofnsett sjálfstæðan sjóð sem ætlað er að vera samstarfsvettvangur um orku- og umhverfisrannsóknir. Stofnfjárframlag sjóðsins er eitt hundrað milljónir króna og er stefnt að því að Orkuveitan leggi um hálft prósent af tekjum sínum til sjóðsins árlega.

 

Umhverfis- og orkurannsóknasjóðurinn er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur sem mun ásamt sjö háskólum, á þjónustusvæði fyrirtækisins bera faglega ábyrgð á sjóðnum. Háskólarnir eru; Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Listaháskóli Íslands, Kennaraháskóli Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst og Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna.

 

Hlutverk sjóðsins er að vera rannsóknarsjóður sem hefur það að markmiði að efla rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála.

 

Markmið Orkuveitunnar með stofnun sjóðsins er:

  • Tryggja stöðu Orkuveitunnar sem leiðandi orkufyrirtækis í náinni framtíð.
  • Treysta samkeppnisstöðu fyrirtækisins með tækni og hugviti, sem eykur arðsemi fyrirtækisins heima og erlendis.
  • Tryggja samkeppnisforskot Orkuveitunnar sem stærstu hitaveitu í heimi, sem eingöngu nýtir jarðvarma.
  • Fyrirtækið verði miðpunktur í samstarfi vísindamanna og hugmyndasmiða um nýjar lausnir í umhverfis- og orkumálum.
  • Miðlun hugvits sem útflutningsvöru á sviði umhverfis- og orkumála.
  • Fá aðgang að nýjum umhverfisvænum orkugjöfum framtíðarinnar.

 

Sjóðurinn veitir styrki til verkefna vísindamanna sem starfa við háskóla og rannsóknastofnanir þeirra á þjónustusvæði Orkuveitu Reykjavíkur.

 

Veittir verða styrkir í tveimur flokkum:

  • Opnum flokki, þar sem frumkvæði að verkefnunum kemur frá háskólunum.
  • Lokuðum flokki þar sem Orkuveita Reykjavíkur í samstarfi við sjóðsstjórn óskar eftir tilboðum í fyrirfram skilgreind rannsóknarverkefni.

 

Samstarfið hefur það að leiðarljósi að:

  • Gera umhverfis- og orkurannsóknir að spennandi valkosti fyrir unga vísindamenn.
  • Fá aðgang að bestu hugmyndum og tryggja þeim framgang.
  • Efla samstarf atvinnulífs og háskólaumhverfis í umhverfis- og orkurannsóknum.
  • Efla íslenska háskóla sem rannsóknarháskóla og um leið samkeppnisstöðu þeirra.
  • Auðvelda íslenskum háskólum að taka þátt í stórum alþjóðlegum umhverfisverkefnum.
  • Íslenskir háskólar verði í forystuhlutverki á heimsvísu í umhverfis- og orkurannsóknum.

 

Fjórtán manna vísindaráð skipað fulltrúum frá öllum háskólunum og OR skal skipa fimm manna sjóðsstjórn sem annast úthlutun.

 

 

Nánari upplýsingar gefa:

Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur - sími: 895 55 25

Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur - sími: 617 77 10

 

Að undirritun samkomulagsins komu:

  • Dr. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.
  • Dr. Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík.
  • Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst.
  • Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands.
  • Dr. Ólafur Proppe, rektor Kennaraháskóla Íslands.
  • Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands.
  • Dr. Ingvar Birgir Friðleifsson, forstöðumaður Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
  • Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur.
  • Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra.

 

Að undirbúningi stofnunar sjóðsins komu auk rektora háskólanna:

  • Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður OR.
  • Björn Ingi Hrafnsson, varaformaður stjórnar OR.
  • Haukur Leóson, stjórnarmaður í OR.
  • Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR.
  • Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri OR.
  • Dr. Einar Gunnlaugsson, deildarstjóri rannsókna OR.
  • Dr. Loftur Reimar Gissurarson, deildarstjóri umhverfismála OR.
  • Dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir, deildarforseti við Háskólann í Reykjavík.
  • Dr. Þórólfur Þórlindsson, prófessor HÍ.
  • Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor HÍ.
  • Dr. Ágúst Valfells, dósent HR.
  • Dr. Brynhildur Davíðsdóttir, dósent HÍ.
  • Dr. Guðrún Pétursdóttir, dósent og framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun HÍ.
  • Magnús Árni Skúlason, dósent við Háskólann á Bifröst.
  • Dr. Tryggvi Þór Herbertsson, prófessor HÍ.
  • Aðrir sérfræðingar og starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur.

 

 

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica