Kynningarfundur NordForsk 26. sept

20.9.2006

Kynning verður á styrkjaáætlunum NordForsk í Hvammi, Grand Hóteli,

þriðjudaginn 26. september klukkan 8:15 til 10:00.

 

NordForsk er sjálfstæð stofnun með það hlutverk að efla norræna samvinnu í rannsóknum og rannsóknarnámi. NordForsk auglýsir nú eftir umsóknum um styrki úr tveimur nýjum áætlunum um norræn öndvegisnet. Önnur er á sviði velferðarrannsókna og hin á sviði rannsókna á matvælum, næringu og heilsu.

Á fundinum verða áætlanirnar kynntar og starfsemi NordForsk almennt.

Umsóknarfrestur

Velferðarrannsóknir 16. október
Matvæli, næring og heilsa 23. október

Dagskrá
● 8:15 Setning
Hans Kr. Guðmundsson, forstöðumaður Rannís.

 ● 8:20 Hlutverk NordForsk
Hafliði Pétur Gíslason prófessor, fulltrúi Íslands í stjórn NordForsk.

 ● 8:35 Norræn öndvegisnet
Eiríkur Smári Sigurðarson, Rannís.

 ● 8:50 Matvæli, næring og heilsa
Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins.

 ● 9:20 Velferð
Tryggvi Þór Herbertsson prófessor, forstöðumaður hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.

 ● 9:50 Aðrir rannsóknastyrkir hjá NordForsk
Eiríkur Smári Sigurðarson, Rannís.

Fundurinn hefst klukkan 8:15 og honum lýkur klukkan 10:00. Boðið verður upp á léttan morgunverð. Fundurinn er öllum opinn en þátttakendur skrái sig með tölvupósti til rannis@rannis.is









Þetta vefsvæði byggir á Eplica