Verðlaun veitt í ljósmynda- og teiknisamkeppnum RANNÍS

25.9.2006

Að tilefni Vísindavöku efndi RANNÍS til teiknisamkeppni barna á aldrinum 9-11 ára  og til ljósmyndasamkeppni meðal ungs fólks á aldrinum 16-23 ára. Nýherji og Edda útgáfa gáfu verðlaun sem afhent voru á Vísindavökunni  föstudaginn 22. september.

RANNÍS vill þakka öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í keppnunum.

Fyrstu verðlaun í ljósmyndasamkeppninni hlaut Harpa Ósk Hjartardóttir, myndavél að gerðinni Canon EOS 350D.  Sjá mynd

10 hlutu viðurkenningar í teiknisamkeppninni og tvær bækur frá Eddu útgáfu, annars vegar Atlas unga fólksins og hins vegar Dýraríkið.  Myndirnar má sjá með því að smella á nöfn viðkomandi mynda.

Nafn  Aldur Viðurkenning fyrir:
FríðaTheodórsdóttir 11 ára Náttúrulegustu vísindamennirnir
Þórir Pétur Pétursson 9 ára  Frumlegasta vísindamanninn
Matthías Jensen 10 ára Glaðasta vísindamanninnn
Andrea Sif Sigurðardóttir 11 ára Einbeittasti vísindamaðurinn
Glódís Ýr Jóhannsdóttir 10 ára Skrýtnasti vísindamaðurinn
Snædís Inga Rúnarsdóttir 10 ára Niðurskokknasti vísindamaðurinn
Alexander Freyr Óskarsson 10 ára Upplýstasti vísindamaðurinn
Gréta Arnarsdóttir 10 ára Sérvitrasti vísindamaðurinn
Bergljót Sunna Elíasdóttir 10 ára Frægasti vísindamaðurinn
Ásdís Margrét Ólafsdóttir 11 ára Efnilegasti vísindamaðurinn

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica