Stjörnu-Oddi þátttakandi í nanótækniáætlun NICe

29.9.2006

Stjörnu-Oddi hefur, ásamt stofnunum og fyrirtækjum frá Norðurlöndum, sótt um nanótækniverkefni sem nýlega var samþykkt af  NICe,Norrænu Nýsköpunarmiðstöðinni.  Nanótækni hversdagsins er þema áætlunarinnar með áherslu á vellíðan, heilsu og öryggi.  

http://www.nordicinnovation.net/

 

Verkefnið gengur út á að hanna skynjara með MEMS (Micro-Electro-Mechanical-Systems) tækni, framleiðsluferlið er ekki ósvipað og þegar smárarásir eru hannaðar og framleiddar. Þátttakendum eru gefnar nokkuð frjálsar hendur með hvaða skynjara þeir vilja hanna og getur hver þátttakandi hannað sína eigin skynjara, sem verða framleiddar hjá SINTEF í Noregi.

Fyrir Stjörnu-Odda er þetta einstakt tækifæri að geta nýtt sér aðstöðu í fremstu röð, aðstöðu sem oftast er einungis nýtt af stórfyrirtækjum vegna gríðarlegs rekstrarkostnaðar. Stjörnu-Oddi hefur sérhæft sig í míkrótækni og er nanótækni í eðlilegu framhaldi af vöruþróun félagsins.

Tenglar 

http://www.nordicinnovation.net/article.cfm?id=1-834-574

 

MINT:

http://www.nordicinnovation.net/focus.cfm?id=1-4416-7

 

 

 

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica