Auglýst eftir náms-og rannsóknastyrkjum

6.10.2006

Vísinda- og rannsóknarsjóður Fræðslunets Suðurlands auglýsir eftir

umsóknum um  náms- og rannsóknarstyrk úr sjóðnum árið 2006.

 

Styrkurinn er ætlaður námsfólki sem vinnur að rannsóknarverkefni til

lokaprófs, BA/BS eða sambærilegrar eða hærri gráðu. Verkefni sem er

lokið þegar umsóknarfrestur rennur út telst ekki styrkhæft. Stjórn

Fræðslunets Suðurlands áskilur sér rétt til að leita eftir vottorði

umsjónarmanns um að verkefni sé ólokið.

Skilyrði fyrir styrkveitingu er að finna  í starfsreglum sjóðsins sem

birtar eru í heild á heimasíðu Fræðslunets Suðurlands,

www.sudurland.is/fraedslunet, en þar kemur m.a. fram að

rannsóknarverkefnið skuli tengjast Suðurlandi og þjóni ótvíræðum

atvinnu-og/eða fræðilegum tilgangi fyrir Suðurland eða hluta Suðurlands.

 

Umsóknir um styrk ásamt ítarlegri verklýsingu og verkáætlun (sjá 5. gr.

starfsreglna) póstleggist til Fræðslunets Suðurlands,  Tryggvagötu  25,

pósthólf 130,  802 Selfoss, í síðasta lagi 3. nóv. 2006.

 

Nánari upplýsingar veitir Ásmundur Sverrir Pálsson, framkvæmdastjóri

Fræðslunets Suðurlands, í síma 480 8155.

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica