Norræn matargerð - nýsköpunarverkefni

16.10.2006

Norræna nýsköpunarmiðstöðin hefur ákveðið að styðja þróun og nýsköpun í matargerð sem byggir á norrænu hráefni, hefðum og menningu. Sérstaklega er leitst við að styrkja samstarf á milli aðila innan matvæla-, ferðamála- og afþreyngariðnaðarins. Heildar upphæð átaksins sem er liður í verkefni norrænu ráðherranefndarinnar ,,Ný norræn matargerð" er um 10 milljónir norskra króna sem mun skiptast á 4-6 verkefni.

Norðurlöndin eru þekkt fyrir hreinleika, ferskleika og einfaldleika. Þetta einkennir norræna matargerð. Alþjóðlega er stóraukin áhugi á meðal neytenda og aðila í veitingaiðnaði á mat með þessum eiginleikum sem opnar möguleika á nýjum mörkuðum.
Norræn marvælaframleiðsla er í mörgum tilfellum svæðisbundinn og í litlu magni. Þetta er strykur en um leið veikleiki. Með þessu átaki vill Norræna nýsköpunarmiðstöðin efla samvinnu aðila á Norðulöndunum með því augnamiði að auka samkeppnishæfni sem byggir á sérstöðu landanna og þar með svæðisbundna verðmætasköpun.
Norræna nýsköpunarmiðstöðin hvetur fyrirtæki og aðra aðila er koma að nýsköpun tengdri mat, ferðamennsku og upplifun til að senda inn hugmyndir að verkefnum.
Skilafrestur er 1. desember 2006.

 Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar: http://www.nordicinnovation.net

 Nánari upplýsingar
Hilde Helgesen  ráðgjafi
Farsími: +47-416 86 571
h.helgesen@nordicinnovation.net

Sigríður Þormóðsdóttir ráðgjafi
Farsími: +47-915 76 577
s.thormodsdottir@nordicinnovation.net

 

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica