Fjárhags- og uppgjörsreglur í 7.rannsóknaáætlun ESB

18.10.2006

Þriðjudaginn 24.október mun RANNÍS í samvinnu við ráðgjafafyrirtækið EFPConsulting standa fyrir námskeiði um fjárhags- og uppgjörsreglur í rannsóknaverkefnum 7. rannsóknaáætlunar ESB. 

Áætlunin gengur í gildi um áramótin og reglurnar munu taka töluverðum breytingum frá því sem verið hefur í 6. rannsóknaáætluninni.

Efni námskeiðsins:
Fjárhagsreglur 7. rannsóknaáætlunarinnar
- Breytingar frá 6. rannsóknaáætluninni
- 75% styrkhlutfall háskóla og smærri fyrirtækja (SME)
- Útreikningar samreksturs (overhead)
- Kostnaður við fasta starfsmenn
- Viðurkenndur kostnaður
- Öndvegisnet (Networks of Excellence)

Innri skráning kostnaðar
- Tímaskýrslur
- Skráning annars kostnaðar

Uppgjörsreglur
- Verkefnaskýrslur
- Skýrslur verkefnisstjóra
- Endurskoðunarskýrslur

Námskeiðið fer fram kl. 09:00-16:00 í stofu 131B í Háskólanum í Reykjavík að Ofanleiti 2.  Þátttakendur skulu skrá sig hjá Ásu Hreggviðsdóttur á netfanginu asa@rannis.is fyrir kl. 16:00 föstudaginn 20.október.  Námskeiðsgjaldið er kl. 25.000 en innifalin í því eru námskeiðsgögn, hádegisverður og kaffiveitingar.  Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Sjá auglýsingu hér









Þetta vefsvæði byggir á Eplica