EraSME auglýsir eftir umsóknum frá fyrirtækjum og stofnunum

6.12.2006

Fjármögnunaraðilar í 13 evrópuríkjum munu þann 15. desember nk. auglýsa sameiginlega eftir umsóknum sem byggja skulu á samstarfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja og rannsóknastofnana. Íslensk fyrirtæki og stofnanir geta lagt inn umsóknir óháðar rannsóknasviði.

Fjármögnunaraðilar í 13 evrópuríkjum munu þann 15. desember nk. auglýsa sameiginlega eftir umsóknum sem byggja skulu á samstarfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja og rannsóknastofnana. Íslensk fyrirtæki og stofnanir geta lagt inn umsóknir óháð rannsóknasviði.

Þau ríki og héruð sem taka munu þátt að þessu sinni auk Íslands eru Austurríki, Danmörk, flæmski hluti belgíu, Frakkland, Þýskaland, Írland, Toscana á Ítalíu, Holland, Noregur, Slóvenía og Svíþjóð. 

Verkefni skulu unnin í samvinnu a.m.k. tveggja fyrirtækja og einnar rannsóknastofnunar frá tveimur af ofangreindum ríkjum.  Leitað er eftir hagnýtum verkefnum sem byggja á viðskiptahugmynd. 

Umsóknarfrestur er 15. febrúar en umsóknargögn og leiðbeiningar verða birt þann 15. desember n.k.

Frekari upplýsingar veitir Þorsteinn Brynjar Björnsson í síma 515 5806. Áhugasömum er einnig bent á vefsíðu EraSME

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica