EraSME auglýsir eftir umsóknum til fjölþjóðlegra rannsóknaverkefna

26.12.2006

Í samstarfi við rannsóknasjóði frá 13 Evrópuríkjum er stefnt að því að fjármagna íslenska þátttöku í alþjóðlegum rannsóknaverkefnum sem unnin eru samstarfi fyrirtækja og rannsóknastofnana.  Tekið verður við umsókum óháð rannsóknasviði.

Hvert verkefni skal unnið af a.m.k. tveimur fyrirtækjum frá sitt hvoru landinu og einni rannsóknastofnun frá öðru landanna tveggja.  Upplýsingar um frekari þátttökuskilyrði og leiðbeiningar fyrir umsækjendur er að finna í handbók fyrir umsækjendur á vefslóðinni http://www.era-sme.net/public/EraSME_3rd_Call

Frestur til að senda inn umsóknir er 15. febrúar 2007

Stefnt er að því að styrkja íslenska þátttöku í 1-2 verkefnum í tvö ár úr Tækniþróunarsjóði en hámarksstyrkveiting eru 10 milljónir á ári. Umsóknareyðublöð og upplýsingar fyrir umsækjendur Tækniþróunarsjóðs verða birtar á vefsíðunni   http://www.rannis.is/sjodir/taeknithrounarsjodur/ milli jóla og nýárs.

 Allar frekari upplýsingar veitir Þorsteinn Brynjar Björnsson, sérfræðingur á alþjóðasviði, í síma 515 5800 eða á tölvupóstfanginu thorsteinn@rannis.is

 

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica