Auglýst eftir fyrstu umsóknum í 7. rannsóknaáætlun Evrópusambandsins

26.12.2006

Ný rannsóknaáætlun Evrópusambandsins sem er sú sjöunda í röðinni tekur gildi nú um áramótin.  Auglýst var eftir fyrstu umsóknum föstudaginn 22. desember.  Umsóknargögn og upplýsingar um áherslusvið hafa því verið gerð opinber.

Umsóknarfrestir í áætlunina eru margir og ólíkir milli einstakra undiráætlana.  Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér innihald vinnuáætlana sem innihalda lýsingar á áherslusviðum og umsóknarfrestum með því að fara inn á upplýsingasíðuna Cordis á slóðinni http://cordis.europa.eu/fp7/calls/ .

Starfsfólk alþjóðasviðs RANNÍS veitir umsækjendum aðstoð við þátttöku í rannsóknaáætlunum Evrópusambandsins.  Áhugasömum er bent á að hafa samband í síma 515 5800. 

Föstudaginn 26. janúar verður haldin kynningarráðstefna fyrir umsækjendur um þátttökutækifæri í 7. rannsóknaáætluninni á Hótel Nordica.  Öllum er frjálst að mæta sér að kostnaðarlausu.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica